5.3.2013 | Blogg

Nokkrar flottar nýjungar í SharePoint 2013

advania colors line

SharePoint er í notkun hjá fjölmörgum fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum hér á landi. Á dögunum kom út ný útgáfa af þessum vinsæla hugbúnaði sem kallast einfaldlega SharePoint 2013  sem inniheldur mikið af nýjungum. Hér er farið yfir það allra helsta sem til nýjunga horfir.

Auðveldara að setja eigið útlit á SharePoint síður

Með nýju útgáfunni er auðveldara að setja klæðskerasaumað útlit á vefsíður sem eru hýstar í SharePoint og gildir þá einu hvort um er að ræða vefsíður sem eru ætlaðar innan fyrirtækisins eða fyrir ytri notendur eins og til dæmis viðskiptavini eða samstarfsaðila. SharePoint kemur sjálfsagt ekki öllum tilfellum í staðinn fyrir að vera með sérhæft vefkerfi fyrir stóra fyrirtækjavefi en getur hentað mjög vel fyrir innra net. Þessu til viðbótar þá hafa möguleikar fyrir vefstjórnun verið auknir verulega. Til dæmis er einfaldara að setja upp útgáfuferla á vefsíður í SharePoint 2013 en í 2010 útgáfunni.Betri samhæfing við ytri gagnalindir

Með “Business Connectivity Services” má tengjast gagnalindum sem staðsettar eru fyrir utan SharePoint. Dæmi um þetta eru stuðningur við öpp og nýtt “app store” í SharePoint. Með SharePoint 2013 “Event Listener” má gerast áskrifandi að tilkynningum frá öðrum kerfum og fá áminningu þegar eitthvað breytist.

Betri stuðningur við viðskiptagreind

Í SharePoint 2013 er margháttaður stuðning við viðskiptagreind. Hægt er að nýta SharePoint Server 2013 til að setja upp mælaborð þar sem stjórnendur og starfsmenn geta fylgst með lykilþáttum í rekstri fyrirtækisins. Þarna kemur PowerPivot sterkur inn en við hann er fullur stuðningur í SharePoint 2013.

Auðvelt að nota snjallsíma og spjaldtölvur með SharePoint 2013

Vefsíður í SharePoint 2013 eru snjallar og laga sig að skjástærðum á því tæki sem þær eru skoðaðar í hverju sinni. Ennfremur er fjölmargt gert til að auka notagildi SharePoint 2013 fyrir notendur snjalltækja.

Fínpússuð leitarvirkni

Margvíslegar endurbætur hafa verið gerðar á leitinni í SharePoint 2013. Til dæmis er hægt að fínstilla leitina til að auðvelda almennum notendum að finna efni við sitt hæfi og hægt að sjá innihald skjala beint úr leitarniðurstöðum án þess að opna skjalið. 

Breyttu innra netinu í samfélagsvef

Það má segja að vinsældir samfélagsmiðla eins og Facebook og Twitter hafi „smitast“ inn í SharePoint 2013. Notendur geta nú deilt efni eða gerst áskrifendur að efni frá samstarfsaðilum og vinnufélögum. Ennfremur er auðveldara að vinna saman í verkefnum í gegnum SharePoint 2013. Auðvelt er að setja upp umræðusvæði sem tengjast mikilvægum málefnum.

Þetta er aðeins „brot af því besta“ sem er nýtt og spennandi í SharePoint 2013. Ekki hika við að hafa samband þið hafið einhverjar spurningar varðandi hagnýtingu og innleiðingu á SharePoint 2013.

Myndbönd frá Microsoft sem sýna nýja virkni og viðmót SharePoint 2013

TIL BAKA Í EFNISVEITU