13.3.2013 | Blogg

Viltu þekkja viðskiptavini þína betur?

advania colors line

Á tímum örra tæknibreytinga í verslunar- og þjónustulausnum þurfa rekstraraðilar að gæta að sambandi sínu við viðskiptavini. Þar skiptir viðskiptatryggð og aðgreining frá samkeppnisaðilum höfuð máli. Afgreiðslukerfi snerta tilveru okkar á einhvern hátt á hverjum degi og því skiptir miklu fyrir verslanir, ferðaþjónustuaðila og önnur þjónustufyrirtæki að nýta tæknina þannig að viðskiptavinir tengist fyrirtækinu sem best.

Tengimöguleikar
Nútíma verslun getur á ýmsan hátt tengst viðskiptavinum sínum betur. Í verslunargeiranum er hugtakið „Multichannel“ notað yfir þá samhæfðu upplifun sem verslunar- og þjónustufyrirtæki geta nýtt sér til þess að ná aukinni viðskiptatryggð og í kjölfarið betri samkeppnisstöðu á markaði. Tökum dæmi:

Guðrún er viðskiptavinur hjá verslun sem kallast Verslun X. Guðrún hefur verið í viðskiptum við verslunina í nokkur ár og fær nú boð um að nota viðskiptavinakort í hvert skipti sem hún verslar þar. Guðrún skráir sig í klúbbinn og svarar nokkrum spurningum  „Hvað búa margir á þínu heimili?“ „Hvernig bíl ekur þú?“ „Átt þú gæludýr?“. Hjá henni eru fimm í heimili, hún ekur smábíl, á kött og vegna þess að hún gaf upp símanúmer er hún komin með app frá versluninni í símann sinn.

Tilboð sem henta þörfum viðskiptavinarins
Þetta þýðir að Guðrún fær ekki tilboð á jeppadekkjum heldur á stærri pakkningum á matvælum en þeir sem búa einir. Þegar „Dýradagar“ verslunar X ganga í garð,  fær Guðrún tilboð á kattarmat. Þannig verður upplifun Guðrúnar persónulegri og verðmætari. Guðrún hefur nefnilega ekki tíma til að skanna hvern einasta auglýsingapésa sem verður á vegi hennar í leit að einhverju sem hún gæti haft áhuga á og því treystir og eflir þessi samskiptaleið verslunar X viðskiptasamband þeirra verulega.  

Upplifun í versluninni
Verslanir geta persónugert samskipti sín við viðskiptavini sína á mjög fjölbreyttan hátt. Þannig auka þær virði hvers viðskiptavinar fyrir fyrirtækið.
 
Viðskiptavinir get valið ýmsa tengimöguleika við sína verslun:

  • Smáforrit (e. app) - Mobile
  • Kioskar með vöruupplýsingum og þar sem vara og þjónusta er til sölu
  • Sjálfsafgreiðslustöðvar
  • Upplýsingamiðlarar ( skjákerfi)
  • Mínar síður

Með því að nýta þessa tækni til að samhæfa snertifleti verslunarinnar við viðskiptavini er verið að auka virði samskiptanna. Ennfremur má um leið bæta upplýsingar sem starfsfólk hefur til að þjónusta viðskiptavini sína. 

Starfsfólkið áfram lykill að góðri og persónulegri þjónustu
Þrátt fyrir aukna tæknivæðingu er starfsfólkið áfram mikilvægasti hlekkurinn í því að bæta upplifun viðskiptavina. Lykillinn að því að að fá starfsfólk til að vinna í þessu nýja umhverfi sem einkennist af persónulegri þjónustu er þjálfun í að aðstoða og eiga samskipti við viðskiptavini.  Með því að nýta sér þessa tæknimöguleika nær starfsfólk að veita betri þjónustu og viðskiptatryggð viðskiptavina eykst.

Hollusta viðskiptavina er langt frá því sjálfgefin. Verslanir og þjónustufyrirtæki þurfa því að aðgreina sig frá keppinautum og um leið að gæta þess að stefnumótandi ákvarðanir leiði til betri samskipta og bættrar þjónustu við viðskiptavini.

Lausnir Advania fyrir verslun og þjónustu
Advania býður fjölda lausna á þessu sviði frá NCR og fleiri birgjum. 

 

 

TIL BAKA Í EFNISVEITU