27.3.2013 | Blogg

Af hverju ætti fyrirtækið þitt að innleiða Microsoft Lync 2013?

advania colors line

Microsoft Lync hefur verið í mikilli sókn að undanförnu enda er hér um að ræða afar öflugt samskiptaforrit. Með tilkomu Lync 2013 opnast enn frekari möguleikar. Ávinningur fyrirtækja af því að innleiða þetta forrit er margvíslegur og verður hér aðeins stiklað á stóru í þeim efnum.

Svo miklu meira en bara spjallforrit

Margir halda að Lync sé aðeins spjallforrit sem er sambærilegt við hinn bráðfeiga Windows Live Messanger, spjallið í Faceboook eða Skype. Lync er nefnilega einnig sími, miðstöð fyrir fundi og afar hentug leið til að deila upplýsingum og skjölum. 

Hringdu hvar sem er hvenær sem er

Þegar Lync forritið er nýtt sem símalausn gefst starfsmönnum kostur á að skrá sig inn í Lync og hringja beint úr símstöð fyrirtæksins hvar sem þeir eru staddir í heiminum. Skiptir þá engu hvort menn séu staddir í vinnunni, heima í stofu eða á hóteli erlendis. Þetta getur lækkað símkostnað fyrirtækisins verulega.

Greið samskipti við samstarfsaðila

Með því að tengja Lync við ytra netið (e. Federation) geta starfmenn haft bein samskipti við starfsmenn fyrirtækja sem einnig nýta Lync. Þannig geta fyrirtæki gert samskipti og samvinnu sín á greiðari og þægilegri hátt í dagsins önn. Lync gerir fjarvinnu einfaldari og ánægjulegri og má í þessu samhengi minna á  tengingarmöguleika Lync við Skype.

Flottari fjarfundir

Með því að nota Lync má boða hvern sem er á fjarfund. Sá sem er boðaður á fundinn þarf ekki að hafa Lync uppsettan hjá sér til að taka fullan þátt í fundinum, allt sem hann þarf er vafri og nettenging.

Viðvera samstarfsmanna á hreinu

Í Lync er hægt að sjá viðveru samstarfsmanna. Þar getur hver og einn líka stillt hvort hann sé laus (grænmerktur) eða hvort hann er upptekinn við vinnu sína (bannmerktur). Þetta er oft ómetanlegt þegar menn þurfa að einbeita sér að krefjandi verkefnum. Lync og Outlook tala að sjálfsögðu saman og þetta þýðir til dæmis að hægt er að sjá í Outlook hvort samstarfsmenn eru uppteknir, lausir, eða í fríi. 

Með Lync á ferð og flugi

Microsoft hefur að sjálfsögðu gefið út fullkomið app fyrir snjallsíma og spjaldtölvur fyrir Lync 2013. Appið er er með fjölda notkunarmöguleika eins og til dæmis: 

  • Myndfundir og símtöl yfir Netið
  • Tengjast fundum með einum smelli
  • Spjall
  • Hlusta á talskilaboð

Lync 2013 appið er komið fyrir Windows 8 síma, iPhone og iPad og er væntanlegt fyrir Android.

 
Tenglar með gagnlegum upplýsingum um Lync 2013
•         Allt um iPhone og iPad appið fyrir Lync 2013
•         Ítarlegt yfirlit yfir virkni Lync 2013 frá Microsoft

TIL BAKA Í EFNISVEITU