3.4.2013 | Blogg

MobileNAV – Dynamics NAV í snjalltækið

advania colors line

Nú á dögunum skrifaði Advania undir samstarfssamning við MultiSoft í Ungverjalandi um sölu og þróun á MobileNAV appinu sem er spjaldtölvu og snjallsímalausn fyrir Microsoft Dynamics NAV notendur. MobileNAV er vel uppsett app sem gerir notendum kleift að tengjast Microsoft Dynamics NAV gagnagrunn fyrirtækis, hvar sem er, hvenær sem er, í farsímanum eða í spjaldtölvu. Einföld uppsetning á viðmóti gerir það að verkum að Dynamics NAV notendur geta auðveldlega náð tökum á MobileNAV með lágmarks fyrirhöfn.

Með MobileNAV getur fyrirtæki sameinað alla sína helstu Dynamics NAV vinnslu í einu appi sem gerir vinnslu aðgengilegri fyrir þá Dynamics NAV notendur sem eru mikið á ferðinni eða eru ekki með stöðugan aðgang að tölvu. MobileNAV er hagkvæm lausn sem býður upp á mikla möguleika.

Helsta virkni MobileNAV

Mælt er með MobileNAV fyrir þau fyrirtæki sem eru að nota Microsoft Dynamics NAV og hefðu áhuga að nota sér fjaraðgang eða offline möguleika fyrir starfsfólk sitt, t.d. fyrir sölu og þjónustufólk. Helstu kostir MobileNav eru:

 • Auðvelt að sérsníða að þörfum hvers fyrirtækis
 • Hægt er að bæta við virkni frá Microsoft Dynamics NAV eftir þörfum
 • Notar Dynamics NAV viðskiptaferlana (e. Business logic)
 • Örugg samskipti (NTML, SSL)
 • Pappírslaus viðskipti
 • Undirskrift í snjallsímann/spjaldtölvu
 • Samstilling símaskrár (innflutningur/útflutningur)
 • Tenging við kortagrunn
 • Strikamerkja skanni
 • Skýrslur
 • Hægt að prenta beint frá símtæki
 • Möguleiki á mörgum tungumálum

Sérsniðin að þörfum fyrirtækis

MobileNAV kemur með ákveðna staðalvirkni sem hægt er að nota "beint úr kassanum". Ef fyrirtæki vill nota aðra kerfishluta í Dynamics NAV þá er hægt að sérsníða MobileNAV appið að þörfum fyrirtækis. Hægt er að innleiða öll Dynamics NAV kerfi í MobileNAV. 

Örugg samskipti

Þegar unnið er með fjárhagsupplýsingar skiptir öryggi gríðalega miklu máli. MobileNAV er að nýta sér NTLM auðkennis-öryggi (e. NTLM authentication protocols) ásamt því að bjóða upp SSL dulkóðun (e. encryption) valmöguleikann sem dulkóðar boð á milli tækis og þjóns.

Pappírslaus viðskipti

Með virkni eins og strikamerkjalesara, rafrænni undirskrift og skýrsluvalmöguleika geta fyrirtæki stundað algjörlega pappírslaus viðskipti í sölu og þjónustu.

Unnið án nettengingar (Offline möguleikar)

Offline möguleikar gerir notendum Dynamics NAV kleift að vinna í MobileNAV þrátt fyrir að engin tenging sé við netið. Notendur geta þá hlaðið upplýsingum í snjallsíma eða spjaldtölvu og næst þegar tækið er í netsambandi að þá getur notandinn samstillt (e. sync) gögnin við Dynamics NAV.

MobileNAV styður öll helstu mobile stýrikerfi

MobileNAV appið styður öll helstu mobile stýrikerfin sem eru á markaðinum í dag.

 • Android
 • IOS
 • Windows 8
 • Windows CE + Mobile 5-6.x

Skipulag

MobileNAV staðallausnin styður Microsoft Dynamics NAV 2009 og Microsoft Dynamics NAV 2013 útgáfur af forritinu án frekari uppfærslu. 

MobileNAV kerfishlutann (e. MobileNAV Add-on) þarf að lesa inn í Microsoft Dynamics NAV. Í stillingum MobileNAV í Microsoft Dynamics NAV eru notendur skráðir og haldið er utan um þau tæki sem nýta MobileNAV og nota þannig MobileNAV leyfi.

MobileNAV nýtir sér vefþjónustumillilag Dynamics NAV til að senda upplýsingar á mill þjóns og snjallsíma/spjaldtölvu. Vefþjónustan sendir gögn frá Dynamics NAV í gegnum eldvegg (e. Firewall Proxy) og yfir í þau tæki sem hafa verið sett upp í MobileNAV. Einnig er hægt að hafa skipulagið þannig að samskipti tækja og þjóns á sér eingöngu stað innan eldveggs.

Tenging á sér síðan stað með því að gefa upp nafn á þjóni, notandanafn og lykilorð á MobileNAV biðlaranum.

TIL BAKA Í EFNISVEITU