Með rafrænni staðfestingu er lokaáfangi að rafrænum viðskiptum í höfn

Rafrænir reikningar eru komnir í nokkuð almenna notkun hjá fyrirtækjum og stofnunum og notkun rafrænna pantana og vörulista eykst stöðugt. Staðfesting á móttöku á afhendingaseðli er í vaxandi mæli það eina í viðskiptum sem ekki er rafrænt. Þetta hefur hindrað fyrirtæki í því að njóta ávinnings af rafrænum viðskiptum til fulls. Við hjá Advania höfum brugðist við þessu með því að þróa veflausn fyrir rafræna staðfestingu á vörumóttöku. Lausnin parar sig á móti Android tækjum og mögulegt er að tengja hana við hvaða viðskipta- og bókhaldskerfi sem er fyrir sjálfvirka skráningu á afhendingarseðlum. Fyrirtæki geta klæðskerasaumað vöruafhendingalausnina að sínum þörfum auk þess sem hún nýtist jafnt stórum sem smáum fyrirtækjum.
Margþættur ávinningur af rafvæðingu afhendingaseðla
Rafræn staðfesting á vöruafhendingu er ekki bara vistvænni kostur en notkun pappírseyðublaða heldur felast margir kostir í innleiðingunni er gera fyrirtækjum mögulegt að staðfesta og sanna hvenær vara var afhent og hver tók á móti viðkomandi sendingu.
Meðal ávinninga má nefna:
- Dregur úr kostnaði við pappír, skjölun og geymslu.
- Flýtir fyrir afgreiðslu á reikningum.
- Móttakandi getur yfirfarið upplýsingar er tengjast sendingu og kvittað fyrir móttöku á snertiskjá - s.s. snjallsíma eða spjaldtölvu – undirskrift birtist svo á rafrænu eintaki afhendingaseðils.
- Rafrænt eintak (pdf) af afhendingaseðlum og eyðublöðum geta skilað sér í sjálfvirkum tilkynningum.
- Notendur geta nálgast upplýsingar um vöruafhendingu á vefnum í vafra.
- Auðveldar yfirferð á afköstum dagsins og afstemmingar.
- Sjálfsafgreiðsla á Netinu þýðir betri þjónustu fyrir kaupendur vöru.
- Söluaðili þarf að sinna færri fyrirspurnum um vöruafhendingu.
- Villum sem tengjast rangri skráningu fækkar stórlega.
- Rekjanleiki í síðustu skrefum aðfangakeðjunar batnar mjög.
- Dregur verulega úr afskriftum vegna sendinga sem glatast.
- Það sem er skráð rafrænt má auðveldlega greina en með greiningu á ferli og afgreiðslu má finna leiðir til að bæta þjónustu enn frekar.
Advania veitir viðskiptavinum sínum fjölþætta ráðgjöf við innleiðingu og hagnýtingu rafrænna viðskipta og lausna fyrir snjalltæki . Vertu í sambandi ef þú vilt fá nánari upplýsingar um hvernig nýta má þessa þætti til að ná betri árangri í þínum rekstri.