Að uppfæra eða uppfæra ekki í Windows 8

Nýtt útlit
Hinn fornfrægi „Start hnappur“ sem Windows notendur eru orðinn vanir (og jafnvel háðir) er horfinn í Windows 8. Í staðinn er komin „Start“ síða með flísum eða „Tiles“ sem eru flýtileiðir í þau forrit, möppur eða drif sem mest eru notuð. „Start“ síðan er hugsuð þannig hátt að notandi sérsníðir hana að sínum þörfum, hann hefur þær flísar sem henta á „Start“ síðunni. Það gilda engar reglur um hvaða flýtivísanir eru á þessari „Start“ síðu. Einnig er komin yfirlitssíða yfir öll þau forrit sem uppsett eru í viðkomandi tölvu.
Öflugra, öruggara og hraðara stýrikerfi
Windows 8 er hraðasta stýrikerfi sem Microsoft hefur sent frá sér og jafnframt það öruggasta. Notendur finna mikinn mun í ræsitíma stýrikerfisins og það ræður auðveldlega við að vinna mörg verkefni i einu. Windows 8 notar einnig minna rafmagn og eykur rafhlöðunýtingu um 20%. Windows 8 kemur með Windows Defender sem ver tölvuna fyrir spilliforritum og tölvuvírusum.Öflug leit
Leitin hefur aldrei verið öflugari en í Windows 8. Ef þú ert staddur á „Start“ síðu, þá byrjar notandinn á að skrifa nafnið á því forriti eða skjali sem hann vantar að finna og leitin fer strax í gang.
Spennandi nýjungar
Nú standa notendum til boða fjölda smáforrita (eða öpp) sem finna má í vefverslun Microsoft. Notendur hafa aðgang að þessari verslun í gegnum sérstakt app sem fylgir með Windows 8.Við uppsetningu á Windows 8 býðst notendum að setja upp sérstakt Windows auðkenni („Live ID“) sem gerir það að verkum að notendur eiga fleiri en eitt Windows 8 tæki (tölvu, snjallsíma eða spjaldtölvu) þá para þessi tæki sig sjálfkrafa saman. Notendur hafa fullt vald á því hvað parar sig saman og hvað ekki. Til dæmis getur þú auðveldlega parað sama vafrasögu þína og lykilorð að forritum og vefsíðum. Skydrive fylgir með windows 8 og færð þú þar 7 Gb geymslupláss í tölvuskýi Microsoft sem að sjálfsögðu parar sig á milli Windows 8 tækja.
Við ráðleggjum notendum að uppfæra og kíkja á ókeypis örnámskeið
Það er alveg óþarfi að vera smeykur við nýjungarnar í Windows 8. Advania býður upp á ókeypis örnámskeið í Windows 8 þar sem er farið í nýjungarnar og virkni Windows 8.TIL BAKA Í EFNISVEITU