7.5.2013 | Blogg

Kafað djúpt í Microsoft Dynamics heiminn

advania colors line
Í mars síðastliðnum hélt Microsoft hina árlegu Convergence ráðstefnu en hún er helguð Microsoft Dynamics viðskiptalausnum. Þessi ráðstefna er stærsti viðburður ársins hjá Microsoft og helsta flaggskip tölvurisans í fyrirlestrahaldi. Í ár var Convergence ráðstefnan haldin í New Orleans í Louisiana fylki en borgin er ein af mest heillandi borgum í heimi. Hún er þekkt fyrir magnaða menningu, mat og músík. 

Frábærir fyrirlestrar 

Lykilfyrirlesarar í ár voru ekki af lakara taginu en þeir voru Kirill Tatarinov, forstjóri Viðskiptalausnasviðs Microsoft Corporation og Kofi Annan, fyrrum aðalritari Sameinuðu þjóðanna (1997-2007) og friðarverðlaunahafi Nóbels árið 2001. Á Convergence ráðstefnum er kafað djúpt í Microsoft Dynamics NAV, AX og CRM. Ráðstefnan er frábær vettvangur til afla sér þekkingar, mynda tengsl við notendur og samstarfsaðila, skyggnast inn í framtíðarsýn Microsoft og fræðast um það hvernig hægt er nýta upplýsingatækni til að ná fram raunverulegum ávinningi í rekstri fyrirtækja. Convergence ráðstefnur hafa þá sérstöðu að vera jafnt fyrir viðskiptavini Microsoft og samstarfsaðila, stjórnendur, notendur og sérfræðinga í upplýsingatækni. Í boði eru fjölmargir frábærir fyrirlestrar á mörgum fyrirlestralínum og sýnikennslu fyrir lausnirnar. Ennfremur gátu ráðstefnugestir prófað fjölmargar spennandi nýjungar 

Nýjungar í Microsoft Dynamics NAV

Eins og gefur að skilja var mikið púður sett í að kynna nýja útgáfu af Microsoft Dynamics NAV (Microsoft Dynamics NAV 2013). Þar eru helstu nýjungar eftirfarandi:
 • Notendavænna viðmót – notendur geta aðlagað valmyndir að eigin óskum.
 • Hægt að vera með gagnagrunn og aðgang að NAV 2013 í „skýinu“ - auknir möguleikar á  fjarvinnslu og aðgengis notenda að kerfinu.
 • NAV 2013 styður nú öll stafasett í heimi (Unicode) .
 • Nú er hægt að keyra kerfið á þrjá mismundi vegu: Windows biðlari, Vefbiðlari og Sharepoint biðlari. Þetta veitir aðgengi að NAV 2013 í hvaða snjalltæki sem er. Með Sharepoint biðlara er hægt að veita aðgengi að gögnum án þess að bæta við NAV notendum. 
 • Aukinn hraði, allar aðgerðir eru fljótari í Windows biðlara en í Classic útgáfunni.
 • Svokallað „Rapid Start“ kemur í stað RIM (Rapid implementation Methodology). Þetta auðveldar alla grunnuppsetningu á kerfinu.
 • Aukinn samþætting við Microsoft Office forrit  (Excel, Word, Outloook, One Note).
 • Stórbætt skýrslugjöf með aukinni notkun á Jet reports og samhæfni við Power pivot í Excel.
 • Auknir bakvinnslumöguleikar, óþarfi að bíða eftir bókun. 
 • Endurbætt víddarmeðhöndlun.
 • Hægt að setja upp eigið sjóðsstreymi sem byggir á innkaupum og sölu.

Nýbreytni í Microsoft Dynamics AX

Núverandi útgáfa Microsoft Dynamics AX 2012 kom út í lok árs 2011.  Fyrir nokkrum mánuðum kom síðan stór uppfærsla fyrir þá útgáfu sem kallast R2.  Miklar breytingar voru gerðar í Microsoft Dynamics AX 2012 R2.  Meðal annars kom ný og endurbætt útgáfa af verslanakerfi (retail) ásamt vefverslanakerfi (e-commerce).   Næsta stóra útgáfa er væntanleg árið 2014 en seinni hluta ársins 2013  verða gefnar út ýmsar  viðbætur í AX 2012:
 • Aukin samþætting við snjalltæki s.s. farsíma og spjaldtölvur (e. Mobile) þar á meðal  kassakerfið
 • Endurbættur útreikningur efnisþarfa með auknum stuðning við Excel (e. Demand planning) 
 • Endurbætt virkni  í vöruhúsi og flutningum milli staðsetninga
 • Bætt virkni fyrir endurskoðun fjárhagsupplýsinga og gerð fjárhagsáætlana 

Microsoft Convergence 2014 – komdu með til Atlanta!

Starfsfólk Advania og fríður hópur viðskiptavina sótti ráðstefnuna og kynnti sér strauma, stefnur og helstu nýjungar í viðskiptalausnum og upplýsingatækni. Allir þátttakendur voru sammála um að ráðstefnan hefði verið lærdómsrík, borgin stórkostleg heim að sækja og að langþráð tækifæri hefði gefist til að gera sér grein fyrir vöruframboði Microsoft á sviði viðskiptalausna.  

Microsoft Convergence 2014 verður haldin með pompi og prakt dagana 4. – 7. mars í Atlanta, Georgíu, USA á næsta ári. Advania mun að sjálfsögðu standa aftur fyrir þekkingarferð þangað og ég hvet áhugasama að hafa samband!

TIL BAKA Í EFNISVEITU