2.10.2013 | Blogg

Excel á sterum - Ný útgáfa af PowerPivot

advania colors line
Fyrir um ári síðan var fjallað um PowerPivot viðbótina við Excel en þessi hugbúnaður hentar vel fyrir starfsmenn og stjórnendur sem vilja nýta Excel kunnáttu sína til að greina gögn sem koma úr rekstri. Nú er komin ný útgáfa af PowerPivot sem er hluti af Microsoft Excel 2013 Professional plus Edition. 

Mikið af nýrri virkni í PowerPivot

PowerPivot gerir notendum kleift að vinna með gögn frá mismunandi gagnalindum (kerfum). Þar má til dæmis nefna Excel skjöl, MS SQL töflur og textaskrár. Nýja útgáfan af PowerPivot er mikið endurbætt: 
  • Auðveldara er að hafa yfirsýn yfir  gagnamódelið og vinna með vensl gagna
  • Þrepavíddir (Hierarcy)
  • Reiknisvæði – neðst í hverri töflu má bæta við útreikningi
  • Advanced Tab – stýrir hvaða gögn sjást í notendaviðmótinu
  • Dagsetningartafla – hægt að skoða gögn út frá dagsetningum
  • Sjónarhorn (Perspectives) -  notað til aðlaga víddir að notendum
  • Lykilmælikvarðar (KPI‘s) – hægt að skoða gögn út frá lykilmælikvörðum

Nýtt skýrslugerðarverkfæri

PowerPivot skilar gögnum sem hægt er að nota í PivotTöflur, PivotGröf eða PowerView sem er nýtt skýrslugerðarverkfæri.  PowerView birtir gögn á skemmtilegan hátt og felur í sér aukna virkni frá því sem áður var. Dæmi um nýjungar í PowerView:

  • Birta má upplýsingar á korti 
  • Gagnameðhöndlun nýtir „in-memory tækni“ sem hraðar gagnavinnslu
  • Í útreikningum er notuð svokölluð „DAX“ (Data Analytical Expressions) í stað Excel formúla. DAX föll nota svæði eða dálka sem inntak en Excel föllin nota reiti. 

Verum með eina útgáfu af sannleikanum

Það er mikilvægt fyrir fyrirtæki að tryggja að allir notendur séu að vinna með sömu gögnin og rétta útgáfu þegar unnið er með greiningartól eins og PowerPivot. Til að tryggja það er kjörið að nýta verkfæri eins og Microsoft Sharepoint eða sambærilega gagnageymslu. 

 TIL BAKA Í EFNISVEITU