23.10.2013 | Blogg

Targit hjálpar stjórnendum að taka betri ákvarðanir

advania colors line
Til að ná sem bestum árangri verða stjórnendur og aðrir starfsmenn ávallt að vera með puttann á púlsinum. Mikilvægt er að bera strax kennsl á tækifæri, geta greint aðstæður út frá ýmsum vinklum og fylgjast með hvernig þær ákvarðanir sem teknar eru innan fyrirtækisins hafa áhrif á reksturinn. Targit er öflugt skýrslu- og greiningarverkfæri sem aðstoðar starfsmenn fyrirtækja til að vinna þessa vinnu og taka þar með réttar ákvarðanir á réttum tíma.

Viðskiptagreind er leikur einn með Targit

Targit viðskiptagreindarhugbúnaðurinn hefur verið í boði fyrir íslensk fyrirtæki í rúman áratug og hentar þeim sérstaklega vel. Nú er komin út ný útgáfa af þessum vinsæla hugbúnaði og var hún kynnt Targit notendum í tengslum við nýafstaðna haustráðstefnu Advania. Um kynninguna sáu þeir Dr. Morten Middelfart tækni- og þróunarstjóri Targit og Martin Sørensen sem er sölustjóri hjá fyrirtækinu.

Ný útgáfa af Targit komin út

Með nýju útgáfunni leggur Targit  aukna áherslu á samhæfingu við Microsoft Dynamics NAV og AX viðskiptalausnir og er viðmót og útlit hugbúnaðarins nú í samræmi við útlit þessara viðskiptalausna frá Microsoft. Þessi áherslubreyting kemur þó ekki í veg fyrir að fyrirtæki sem nýta sér aðrar viðskiptalausnir geti áfram nýtt sér Targit með góðum árangri. Á heildina litið er búið að betrumbæta Targit með það að markmiði að þægilegra sé að vinna í því.  Targit hefur ávallt haft það að leiðarljósi að allir í fyrirtækinu geti nýtt sér verkfærið, að notkunin sé ekki einskorðuð við tæknimenntað fólk.

Meginbreytingar á Targit viðskiptagreindarhugbúnaðinum eru eftirfarandi:


Aldrei auðveldara að búa til greiningar og skýrslur 

Með nýju útgáfunni er hreint ótrúlega einfalt og auðvelt að kalla fram greiningar og skýrslur með gagnatöflum og gröfum með nokkrum smellum.
 Einfalt að flytja inn gögn úr Excel

Stundum þarf að greina gögn sem ekki eru til staðar í grunnkerfum fyrirtækisins eða í teningum.  Með Targit Xbone má taka inn gögn úr Excel skjölum. Notendur lesa sjálfir inn gögnin með því að draga skjölin ofan á Targit og vinna í framhaldinu úr þeim greiningar og skýrslur án aðstoðar tæknifólks. 

Gagnamynstur  skoðað með TimeLiner

TimeLiner er byltingarkennt nýtt verkfæri sem gefur notendum Targit færi á að greina mynstur í gögnum með því að láta kerfið teikna upp þróun mæligilda og tengja hana við þróun og atburði í utanaðkomandi gagnalindum eins og Google og Twitter. Þannig má skoða hvernig mynstur í gögnum fyrirtækisins, til dæmis sölutölur, tengist því sem er að gerast á veraldarvefnum.

... og margt fleira er hægt með Targit.

Auk ofangreindra atriða býður Targit upp á marga nytsamlega eiginleika eins og t.d. :

  • Sjálfvirkar útsendingar á skýrslum
  • Vöktun á breytingum á mæligildum (sendur póstur ef gildi fara út fyrir ákveðin mörk)
  • Snjalllausnir – (Mobile lausnir) fyrir þá sem eru á ferð og flugi
  • Öflugar aðgangsstýringar

Af hverju viðskiptagreind?

Í því viðskiptaumhverfi sem við lifum í dag er öllum fyrirtækjum nauðsynlegt að vera vel með á nótunum, stjórnendur þurfa að vita hver staðan er innan einstakra rekstrareininga fyrirtækisins til að geta tekið réttar ákvarðanir á réttum tíma - jafnvel með mjög skömmum fyrirvara.  Þar gegnir viðskiptagreindarverkfæri eins og Targit lykilhlutverki.

TIL BAKA Í EFNISVEITU