Útflutningur á íslensku hugviti

Núna í febrúar var greint frá því að Advania og NAAFI (The UK Navy, Army and Air Force Institutes) hafi gert samning um að Advania hýsi, reki og endurskipuleggi upplýsingakerfi hjá NAAFI. Í fréttatilkynningu segir að samstarfið gangi út á að Advania aðstoði NAAFI við að besta viðskiptaferla og innleiða heildstæða Microsoft Dynamics NAV viðskiptalausn og smásölukerfi sem kemur í staðinn fyrir fjölda eldri kerfa. Eins og nafnið gefur til kynna þá rekur NAAFI mötuneyti og verslanir í breskum herstöðvum utan Englands, þær eru staðsettar í Þýskalandi, Gíbraltar, Norður Írlandi, Falklandseyjum, Ascensioneyjum, Brunei og Afganistan.
Samstarf á traustum grunni
Samstarf NAAFI og Advania teygir sig aftur til ársins 2002 en NAAFI tók þá upp verslunarlausn frá Streng. Þar var um ræða Navision 3,7 viðskiptalausn ásamt Infostore verslunarkerfi og kassakerfi. Þetta kerfi var notað í verslunum í herstöðvum Breta í Þýskalandi og á Kýpur.Ný framtíðarsýn NAAFI
- Tvö verslunarkerfi
- Eitt fjárhagskerfi
- Eitt kerfi fyrir skönnun og samþykkt reikninga
- Eitt uppskriftarkerfi
- Þrjú mismunandi viðskiptagreindarkerfi
- Samþættingarlausn
Jafnframt rak NAAFI vélarsal fyrir tölvubúnað sinn í Darlington í Englandi með sýndarumhverfi. Varasalur var staðsettur í Newcastle. Þessu fylgdi mikill kostnaður sem fólst að stórum hluta í leyfisgjöldum og rekstri á tölvubúnaði.
Upplýsingakerfi NAAFI fyrir breytingu
Á árinu 2013 lá fyrir framtíðarsýn NAAFI sem fól í sér breyttar þarfir í upplýsingatækni.
- Herstöðvum Breta í Þýskalandi verður lokað árið 2019
- NAAFI vill úthýsa öllu nema kjarnastarfsemi sinni,
- Minnka á vöruframboð í verslunum og fækka á birgjum
- Einfalda þarf upplýsingatækniumhverfi NAAFI og draga úr kostnaði
Umfang upplýsingatækniumhverfis hjá NAAFI
• 223 afgreiðslukassar
• 125 samtímanotendur á Microsoft Dynamics NAV
• 216 Microsoft Office notendur
• 290 Microsoft Exchange pósthólf
Nýtt upplýsingatækniumhverfi fyrir NAAFI
- Birgðir
- Innkaup
- Miðlari í hverri verslun
- LSPOS á afgreiðslukössum
LS Retail sérlausnir
- LS Hospitality fyrir mötuneytin
- LS Replenishment fyrir áfyllingar á verslanir
NAV sérlausnir Advania
- Skönnun og samþykkt reikninga
- EDI innkaupapantanir og móttaka reikninga
- Bankagreiðslur og afstemmingar
- Handtölvur
- Hýsing á öllum miðlægum þjónum og sýndarþjónum
- Rekstur á netkerfum, miðlægum kerfum og þjónustum
- Notendur nýta hugbúnað í gegnum Citrix tengingu
- Tækniþjónusta og kerfisrekstur (1. level og 2. level support)
Tímalína verkefnisins
- Byrjað í janúar 2013
- Fjárhagur - maí 2013
- Verslunarkerfi – október 2013
- Uppfærsla á verslunum fyrir utan Þýskaland – desember 2013
- Uppfæra verslanir í Þýskalandi – febrúar 2014
- Hýsing og rekstur (tölvupóstur – Microsoft Exchange og Microsoft Office) – febrúar 2014
- Uppfærð símalausn – apríl 2014
- Uppfærð netkerfi – september 2014
Nýtt upplýsingatækniumhverfi NAAFI
Ávinningur NAAFI