1.4.2014 | Blogg

Microsoft hættir stuðningi við Windows XP

advania colors line
Windows XP hefur átt góða ævi og þjónað okkur vel síðastliðin 12 ár en er nú komið á endastöð.  Nú er svo komið að Microsoft og aðrir vél- og hugbúnaðarframleiðendur beina kröftum sínum að nýjungum í stað þess að halda við gömlu stýrikerfi sem ekki getur nýtt þær nýjungar eða mætt þeim áskorunum sem fram hafa komið undanfarin ár.

Þann 8. apríl Microsoft hættir stuðningi við Windows XP. 
Aðeins verða gerðar uppfærslur á vírusvörnum fyrir Microsoft Security Essentials sé það uppsett á vél notanda til júlí 2015.

Að öðru leyti verða engar öryggisuppfærslur, engir plástrar eða neitt slíkt. 

Einu aðilarnir sem fá þjónustu frá Microsoft eru þeir sem keyra „Embeded Windows XP.“ Um er að ræða tæki eins og hraðbanka og kioska. Allur hugbúnaður frá þriðja aðila sem notaður er á Windows XP getur verið óöruggur þar sem uppfærslur berast ekki lengur frá viðkomandi hugbúnaðarframleiðanda (líkt og Adobe Flash á Windows 95).

Því ber að halda til haga að Windows XP mun virka 8. apríl en verður hinsvegar berskjaldað fyrir þeim hættum sem munu skjóta upp kollinum eftir þann dag.
Um þriðjungur af öllum vélum í heiminum keyra Windows XP. Þetta eru vélar sem er hættulegar fyrir alla tölvunotendur vegna þess hve berskjaldaðar þær verða fyrir tölvuárásum.

Hættan er sú að ef alvarleg öryggishola uppgötvast muni óprúttnir aðilar nýta þennan vélbúnað í svokallaðar botnet árásir.  Þetta hefur því áhrif á alla.

Hvað þarf að gera fyrir 8. apríl?

  • Látið notendur á Windows XP ( og öðrum stýrikerfum ) keyra á „Limited Account“ en ekki Admin Account 
  • OfficeScan frá Trend Micro er ein af þeim lausnum sem geta varið fyrirtæki fyrir öryggisglufum ef að IDF („Intrusion Defence Firewall“) er uppsettur.  Þessi lausn ver stýrikerfið fyrir þeim öryggisholum sem finnast. Án slíkra lausna verða allar öryggisglufur sem uppgötvast eftir 8. apríl að svoköllum „Zero-Day“ hættum á viðkomandi tölvu.
  • Windows XP styður ekki nýrri Internet Explorer en útgáfu 9. Því er gott að setja upp Chrome eða Firefox á þessar vélar ef það hefur ekki þegar verið gert.
Auðvitað er best að koma sér í nýrra stýrikerfi eins fljótt og mögulegt er. 

Þeir sem ekki vita hvort að þeir séu með XP á netinu hjá sér eða hver staðan er á öryggisuppfærslum ættu að skoða veikleikaskönnunarþjónustu Advania. Nýverið tókum við upp lausnir frá öryggisframleiðandanum Qualys sem finnur allar vélar á netinu og gefur fullkomna mynd af því hvernig öryggisuppfærslum er háttað á þeim og uppsettum hugbúnaði.

Nýta má lausnir eins og Secunia PSI til að halda einkatölvum og hugbúnaði frá þriðja aðila á þeim uppfærðum með nýjustu öryggisuppfærslum. 

Nánari upplýsingar um veikleikaskönnun Advania, Secunia uppfærsluumsýslu, sýndarplástrun eða Windows XP veitir undirritaður og Jóhann Áki Björnsson 

Nánari upplýsingar
TIL BAKA Í EFNISVEITU