14.5.2014 | Blogg

Tíðindi af TechEd 2014

advania colors line
Síðastliðinn mánudag hófst TechEd North America 2014, ein stærsta Microsoft ráðstefnan sem haldin er árlega fyrir stjórnendur og tæknimenn í upplýsingatækni. Á TechEd sýnir Microsoft viðskiptavinum og fagmönnum hvert fyrirtækið er að stefna og leggur línurnar fyrir næsta ár. Það er alkunna að nútíma tölvuumhverfi er að breytast gríðarlega og því er ætíð spennandi að sjá hvaða skilaboð koma fram í opnunarræðu ráðstefnunar. TechEd Europe 2014 verður haldin í Barcelona 28-31 október n.k.  

Mobile first – Cloud First

Á þessu ári hefur Microsoft kynnt nýjungar sem varða lausnir eins og til dæmis Lync, Skype og iOS samþættingu. Jafnframt er vitað að Android samþætting er á leiðinni.  Byltingarkenndar nýjungar hafa verið kynntar og þar má nefna Office Graph (Codename Oslo) og Windows Mobile 8.1 með „Cortana “ sem er raddstýrður einkaritari í símanum.

Á TechED kynnti Microsoft heildarnálgun sem vísar til þess að til þess að á næstunni munu „ALLIR“ sem eru á ferðinni geta notað hvaða tæki sem er til að nálgast nauðsynlegar upplýsingar og tala um hvað sem skiptir máli hverju sinni. Þetta skilar sér í þemanu: Work like a network. Fyrsta skrefið í þessu er að koma gögnum í skýið. Næsta skref er að gera gögnin aðgengileg á öruggan hátt. Að lokum þarf að leyfa stýrðan aðgang frá næstum  öllum tækjum, hvort heldur það séu hefðbundnar PC/MAC vélar eða snjalltæki. Gildir þá einu hvort þau keyra Windows, iOS eða Android stýrikerfi.

Ísland er að komast á kortið í skýjalausnum

Við sem fylgjumst náið með Microsoft  látum það ekki koma okkur á óvart þegar menn þar á bæ tala um að allt sé að fara í skýið (The Cloud). Þó er ljóst að landfræðileg staða Íslands og sú staðreynd að landið er fyrir utan alþjólegar viðskiptablokkir hefur falið í sér hindranir fyrir íslenska aðila. Lausnir eins og til dæmis Office 365 eru samt sem áður að verða þekktar hér á landi. Til dæmis má nefna að um 300 fyrirtæki og stofnanir með um 10 þúsund notendur nýta Office 365.
Næstu skýjalausnir sem væntanlega ná hylli notenda hér á landi eru „Microsoft Azure“ og „Windows Intune“. Microsoft Azure er í raun gagnaver til leigu og Windows Intune er umsjónarkerfi fyrir útstöðvar í skýinu. 

Hvað er nýtt í Office 365?

  • OneDrive Business með 1 Terabyte 
  • Nýr Outlook client með innbyggða Social virkni (Yammer)
  • Office Graph 
  • Dulkóðun á gögnum         
  • Office 365 fyrir iOS

Hvað er nýtt í Microsoft Azure?  

Á ráðstefnunni var sagt frá útbreiðslu og afkastagetu Windows Azure, til dæmis var eftirfarandi nefnt: 
  • NBC nýtti Azure til að sýna efni í háskerpu til yfir 100 milljón notenda yfir aðeins 17 daga tímabil
  • Azure þjónustan svarar yfir einum milljarði fyrirspurna á dag

Nýtt Windows Intune

Samþætting Azure og Office 365 felur í sér nýja nálgun. Þar má til dæmis nefna Enterprise Mobility Suite. Brátt verður hægt að stýra snjalltækjum sem keyra á flestum stýrikerfi í gegnum Windows Intune. Windows Intune er nýtt fyrir flestum hér á landi og mun ég fjalla um það sérstaklega í Advania blogginu síðar. 

Fróðleg lykilræða

Að lokum hvet ég þig til að gefa þér tíma til að horfa á lykilræðu sem Brad Anderson (Corporate Vice President, Windows Server and System Center Program Management) hélt á ráðstefnunni síðastliðinn mánudag. Í henni er greinargott yfirlit um það er í gangi hjá Microsoft og hvað er framundan. 

TIL BAKA Í EFNISVEITU