Tíðindi af TechEd 2014

Mobile first – Cloud First
Á þessu ári hefur Microsoft kynnt nýjungar sem varða lausnir eins og til dæmis Lync, Skype og iOS samþættingu. Jafnframt er vitað að Android samþætting er á leiðinni. Byltingarkenndar nýjungar hafa verið kynntar og þar má nefna Office Graph (Codename Oslo) og Windows Mobile 8.1 með „Cortana “ sem er raddstýrður einkaritari í símanum.Á TechED kynnti Microsoft heildarnálgun sem vísar til þess að til þess að á næstunni munu „ALLIR“ sem eru á ferðinni geta notað hvaða tæki sem er til að nálgast nauðsynlegar upplýsingar og tala um hvað sem skiptir máli hverju sinni. Þetta skilar sér í þemanu: Work like a network. Fyrsta skrefið í þessu er að koma gögnum í skýið. Næsta skref er að gera gögnin aðgengileg á öruggan hátt. Að lokum þarf að leyfa stýrðan aðgang frá næstum öllum tækjum, hvort heldur það séu hefðbundnar PC/MAC vélar eða snjalltæki. Gildir þá einu hvort þau keyra Windows, iOS eða Android stýrikerfi.
Ísland er að komast á kortið í skýjalausnum
Við sem fylgjumst náið með Microsoft látum það ekki koma okkur á óvart þegar menn þar á bæ tala um að allt sé að fara í skýið (The Cloud). Þó er ljóst að landfræðileg staða Íslands og sú staðreynd að landið er fyrir utan alþjólegar viðskiptablokkir hefur falið í sér hindranir fyrir íslenska aðila. Lausnir eins og til dæmis Office 365 eru samt sem áður að verða þekktar hér á landi. Til dæmis má nefna að um 300 fyrirtæki og stofnanir með um 10 þúsund notendur nýta Office 365.Hvað er nýtt í Office 365?
- OneDrive Business með 1 Terabyte
- Nýr Outlook client með innbyggða Social virkni (Yammer)
- Office Graph
- Dulkóðun á gögnum
- Office 365 fyrir iOS
Hvað er nýtt í Microsoft Azure?
- NBC nýtti Azure til að sýna efni í háskerpu til yfir 100 milljón notenda yfir aðeins 17 daga tímabil
- Azure þjónustan svarar yfir einum milljarði fyrirspurna á dag
Nýtt Windows Intune
Samþætting Azure og Office 365 felur í sér nýja nálgun. Þar má til dæmis nefna Enterprise Mobility Suite. Brátt verður hægt að stýra snjalltækjum sem keyra á flestum stýrikerfi í gegnum Windows Intune. Windows Intune er nýtt fyrir flestum hér á landi og mun ég fjalla um það sérstaklega í Advania blogginu síðar.
Fróðleg lykilræða
Að lokum hvet ég þig til að gefa þér tíma til að horfa á lykilræðu sem Brad Anderson (Corporate Vice President, Windows Server and System Center Program Management) hélt á ráðstefnunni síðastliðinn mánudag. Í henni er greinargott yfirlit um það er í gangi hjá Microsoft og hvað er framundan.