3.9.2014 | Blogg

Farsælt samnorrænt samstarf byggt á upplýsingatækni

advania colors line

Nordic Ecolabel var stofnað árið 1989 af Norrænu ráðherranefndinni og var tilgangurinn að búa til vottunarkerfi sem myndi stuðla að sjálfbærum neysluvenjum. Þessi vottun er þekkt á Íslandi sem Svansmerkið. Það er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og er Svansmerkt vara betri fyrir umhverfið og heilsuna. Nordic Ecolabel er í eigu fimm norrænna ríkja og sjá stofnanir í hverju landi um rekstur Nordic Ecolabel.

 • Umhverfisstofnun – Ísland 
 • Ecolabelling Denmark – Danmörk
 • Ecolabelling Sweden AB – Svíþjóð
 • Finnish Standards – Finnland
 • The Foundation for Ecolabelling – Noregur

Alls starfa um 130 starfsmenn hjá Nordic Eolabel á öllum Norðurlöndunum. Þeir sinna þróun viðmiða, leyfismálum, markaðsmálum og úttektum. Umfang starfseminnar er mikið. Svanurinn hefur þróað viðmið fyrir rúmlega 60 vöruhópa og hafa um 2000 fyrirtæki og vörumerki fengið Svansvottun. Þar á meðal eru þekktir aðilar á borð viðUnilever Samsung, Sharp, Fujitsu, Scandic Hotels, and SCA.

Byrjað á núllpunkti og þarfir greindar

Ég tók við sem tæknistjóri Nordic Ecolabel í ársbyrjun 2011. Eins og núna þá var ég eini starfsmaðurinn sem sinnti upplýsingatæknimálum hjá stofnuninni. Mín helsta áskorun var að ekkert miðlægt upplýsingatækniumhverfi var fyrir hendi þar sem starfsmenn gátu unnið saman að verkefnum eða skipst á upplýsingum. Mitt fyrsta verk var að að skrifa þarfagreiningu fyrir upplýsingatækni hjá stofnuninni. Hún leiddi í ljós að við þurfum að setja upp samhæft upplýsingatæknikerfi sem stuðlar að aukinni skilvirkni í rekstri og gerir starfsfólki mögulegt að vinna sameiginlega að verkefnum fyrir Nordic Ecolabel. 

Lausna leitað

Við leituðum eftir lausnum hjá nokkrum norrænum upplýsingatæknifyrirtækjum sem voru tilnefnd af rekstraraðilum Nordic Ecolabel í hverju landi fyrir sig. 

Okkar þarfir voru þríþættar: 

 • Samhæft upplýsingatækniumhverfi
 • Umhverfisvæn starfsemi
 • Lágmarks kostnaður

Eftir ítarlegt ferli varð Advania fyrir valinu. Það er okkur mikilvægt að hýsingar- og skýjaþjónusta Advania byggir á sjálfbærri orku en að því leyti skar Advania sig frá öðrum þjónustuaðilum sem við skoðuðum. Það skipti okkur einnig miklu máli að Advania gat veitt okkur heildarlausn og samkeppnishæf verð.. 

Þjónusta við notendur og öll kerfi í hýsingu

Advania hýsir öll tölvukerfi og hugbúnað, jafnframt sinnir fyrirtækið allri notendaþjónustu. Við tókum upp eftirfarandi lausnir fyrir starfsemi okkar: 

 • Microsoft Domain & Active directory
 • Microsoft Distributed File System
 • Microsoft Exchange
 • Microsoft SharePoint
 • Windows & Linux vefhýsing
 • Microsoft Lync
 • Microsoft CRM

Þessi lausn fól í sér mikla breytingu til batnaðar fyrir Nordic Ecolabel. Núna erum við með sameiginlegan vettvang fyrir starfsemi okkar, verkefnastjórnun, gæðaferla, skjalastjórnun og samskipti sem gerir starfsfólki okkar kleift að vinna þétt saman á milli fimm mismunandi landa. Við höfum því náð því markmiði að auka verulega skilvirkni í okkar starfsemi. 

Farsælt samstarf

Við höfum náð að vinna með Advania í innleiðingu og rekstrinum og það hefur skipt okkur miklu máli að starfsfólkið er sveigjanlegt og meira en til í að vinna náið með okkur. Hlutirnir eru auðvitað ekki alltaf fullkomnir en það er mikill vilji til þess að læra af því sem út af ber og bregðast hratt við sé þess þörf. 


TIL BAKA Í EFNISVEITU