29.10.2014 | Blogg

Stórt skref til framtíðar með TOK 2015

advania colors line
Á hverju ári kemur ný útgáfa af TOK viðskiptakerfinu frá Advania – bæði launa- og bókhaldskerfi. Þegar við í TOK-hópnum ræddum hvað skyldi gera í útgáfu ársins 2015 var niðurstaðan eftirfarandi:  
  • Uppfæra undirliggjandi tækni með framtíðarhagsmunum notenda að leiðarljósi
  • Færa viðmót kerfisins til þess sem notendur eru vanir úr sínu vinnuumhverfi
  • Tryggja að notendur TOK bókhalds og TOK launa verði sem minnst varir við þessa breytingu - flutningur gagna á milli gagnagrunna verði snurðulaus 

Nýr og betri gagnagrunnur

Viðskiptavinir okkar gera kröfu um að geta greint gögn úr rekstrinum. Miðað við það þótti okkur réttast að breyta yfir í ókeypis Microsoft SQL Server Express 2014 (2012 útgáfan er einnig studd). Ákveðið var að fasa út núverandi gagnagrunn kerfisins sem kallast Pervasive í tveimur skrefum. TOK laun 2015 verða eingöngu með SQL gagnagrunni. Útgáfa af TOK bókhaldi með SQL gagnagrunni kemur út vorið 2015.


 

Yfirfærsla á gögnum er framkvæmd þannig að gerð er gagnakeyrsla sem færir gögn úr eldri gagnagrunni þegar nýja kerfið er ræst í fyrsta skipti. Í þessu ferli eru allar gagnagrunnstöflur stofnaðar og gögnin flæða á milli sjálfkrafa. Eftir þá keyrslu hefst notkun kerfisins á SQL gagnagrunni. 

Beintenging við gögnin þín

Undanfarin ár höfum við fundið fyrir aukinni þörf hjá okkar viðskiptavinum að fá betri og ítarlegri skýrslur úr TOK bókhaldskerfinu. Notendur vilja geta unnið með gögnin í ytri kerfum eins og til dæmis Excel. 

Í stað þess að vinna staðlaðar skýrslur inn í TOK bókhaldskerfinu ákváðum við að auðvelda notendum að tengjast gögnum sínum beint. Með þessu geta notendur sett skýrslurnar sínar upp eftir sínu höfði eins og sést á myndinni hér fyrir neðan. 


Með því að skipta út gagnagrunninum fyrir venslaðan SQL grunn erum við að koma til móts við þessa þörf fyrir betri skýrslugerð. Notendur tengjast gögnum úr TOK kerfinu í Excel og geta útbúið eigin skýrslur. Samskipti MS SQL og Excel eru mjög góð. Ég bendi á stuttan fyrirlestur sem haldinn var á TOK morgunverðarfundi fyrir ári síðan þar sem fjallað var um skýrslugerð með gögnum úr TOK viðskiptakerfinu. 

 

Þróun viðmótsins

Mörgum hlýnar eflaust um hjartarætur við að sjá myndina af DOS viðmóti TOK hér að neðan.

Þróunin undanfarin ár hefur verið hröð og mikil. Við kláruðum endanlega tilfærslu allra kerfiseininga yfir í Windows biðlara á árinu 2009.

Nú stígum við næsta skref með því að samræma viðmótið við þau kerfi sem viðskiptavinir okkar vinna með á hverjum degi. Tilfærsla aðgerða frá hægri og upp á svokallaðan „Ribbon“ stækkar vinnusvæði notenda og það verður svipað og menn þekkja úr Microsoft Outlook. Á sama tíma reynum við að draga fram aðgerðir sem hafa verið í TOK lengi en ekki nægilega aðgengilegar. Við vonum að þessar breytingar auðveldi TOK notendum dagleg störf.

 

 

Glærur og upptökur frá síðasta morgunverðarfundi 

Ég hvet þig til að skoða upptökur frá morgunverðarfundi um TOK sem haldin var 24. október síðastliðinn.

 


 

Ekki hika við að hafa samband

Við hjá Advania hvetjum viðskiptavini okkar að hafa samband og fá upplýsingar um nýju útgáfuna. Við hlökkum til að heyra frá ykkur.

TIL BAKA Í EFNISVEITU