18.11.2014 | Blogg

Prentuðum blöðum fækkað um 35% hjá Mannviti

advania colors line
Í febrúar síðastliðnum byrjuðum við hjá Mannviti að nota prentlausn frá Advania. Hún fól meðal annars í sér að skipt var út gömlum prenturum á starfstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík og tekið var upp miðlæg prentþjónusta með aðgangskerfi. 
  

Losnað við óþarfa prentara 

Forsaga þessa verkefnis var að prentari bilaði hjá okkur. Þegar við leituðum að nýju tæki ákváðum við frekar að skipta alfarið yfir í útvistun á öllum prentrekstri. Við höfðum verið með þjónustusamninga á einstökum prenturum en nú var ákveðið að stíga skrefið til fulls og koma fyrir einu tæki á hverri hæð eða vinnusvæði með aðgangsstýringu. Aðgangsstýringin þýddi að við gátum losað okkur við óþarfa prentara. 
  

Einfalt að innleiða kerfið

Leitað var til nokkurra aðila eftir tilboðum og útfærslum og eftir mikla yfirferð átti Advania hagstæðasta tilboðið. Eins og áður segir var byrjað að taka lausnina í notkun í febrúar og það tók um þrjár vikur að skipta út tækjum og innleiða kerfið. Aðgangskortakerfið var innleitt þegar öll tæki voru komin í hús og gekk það vel. Flestir björguðu sér sjálfir en aðstoða þurfti einstaka starfsmenn til að virkja kortin sín.   

Margþættur ávinningur Mannvits

Hingað til er reynslan góð af prentrekstrinum og hafa starfsmenn lýst ánægju sinni með þetta nýja fyrirkomulag.

  • Aukinn sveigjanleiki, starfsmenn geta sótt prentverk á hvaða tæki sem er 
  • Ósóttar útprentanir sem áður fóru í ruslið heyra sögunni til 
  • Þeim tilfellum þar sem stór skjöl eru prentuð fyrir mistök hefur stórfækkað 
  • Prentuðum eintökum hefur fækkað um 35% sem þýðir lægri pappírskostnað 
  • Sama viðmót er á öllum tækjum, þegar starfsmaður lærir á eitt tæki kann hann á þau öll 
  • Mánaðarleg föst upphæð fyrir prentrekstur einfaldar áætlanagerð og hindrar óvæntan kostnað vegna bilaðra prentara 
  • Aðgangskortakerfið auðveldar prentun trúnaðargagna, óþarft er að starfsmenn hafi sérprentara fyrir slíkt 
  • Þægilegt rekstrarumhverfi þar sem Advania sér til að tæki stoppa aldrei 
  

Frábær viðbragðstími

Í þau fáu skipti sem við höfum þurft að biðja um þjónustu- hefur viðbragðstíminn verið einn sá besti sem við höfum kynnst. Í einu tilfelli birtist þjónustumaður Advania 40 mínútum eftir að þjónustubeiðni var send í tölvupósti. Eftir að Mannvit flutti í nýtt húsnæði að Urðarhvarfi 6 þurfti að gera smávægilegar breytingar á prentumhverfi hjá okkur. Þetta leysti Advania á mjög góðan hátt og sýndi mikinn sveigjanleika. Þegar öllu er á botninn hvolft er óhætt að segja að tíma- og peningasparnaður sé umtalsverður og að almenn ánægja sé með kerfið hjá starfsmönnum og stjórnendum. 

 

TIL BAKA Í EFNISVEITU