28.1.2015 | Blogg

Er NAV flottasta bókhaldskerfið?

advania colors line
Microsoft Dynamics NAV bókhaldskerfið er eitt af vinsælustu bókhaldskerfum á markaðnum. Margir viðskiptavinir okkar tala til dæmis ekki um bókhaldskerfi heldur segja einfaldlega NAV. 
 

Stórstígar framfarir

Það er óhætt að segja að NAV bókhaldskerfið hafi tekið stórstígum framförum undanfarin misseri og greinilegt er að Microsoft ætlar sér stóra hluti á markaðnum með kerfinu. Nú er komin ný útgáfa af NAV sem kallast NAV 2015. Henni fylgja margar flottar og gagnlegar nýjungar og það er því hátíð hjá NAV notendum. Hér verður tæpt á því helsta.  

NAV á spjaldtölvum og snjallsímum 

Microsoft hefur hannað allt viðmót NAV með snertiskjái í huga og hægt er að fá NAV í iPad, Android spjaldtölvum og auðvitað Windows spjaldtölvum.  
 

Auðveldari uppfærslur og innlestur gagna 

Í NAV 2015 er auðveldara fyrir þjónustuaðila að uppfæra kerfið. Einnig er einfaldara að lesa inn gögn úr öðrum bókhaldskerfum. 

Betra viðmót 

Skilyrtir reitir eru nú aðgreindir frá öðrum reitum til að hraða innslætti. Sjálfvirkni í útfyllingu reita hefur jafnframt verið aukin. Helsta útlitsbreytingin á NAV 2015 felst í litakóðum á táknmyndum. Með þeim má skilgreina efri og neðri viðmiðunarmörk á t.d. stöðu sölupantana og sjá strax hvort þær séu innan skilgreindra marka. 

Greið tenging við Office 365 

Í NAV 2015 er greið tenging við Office 365 og er innskráning samnýtt á milli kerfa. Ef notandi er skráður í NAV 2015 er hann sjálfkrafa skráður í Office 365. Birta má gögn úr NAV í Sharepoint með myndrænum hætti. Þetta getur sparað leyfiskostnað enda þarf ekki að kaupa NAV leyfi fyrir þá sem eingöngu þurfa að hafa aðgang að tölfræðiupplýsingum. 

Einfaldari og betri skýrslur 

Í eldri útgáfum af NAV hefur það aðeins verið á færi sérfræðinga að breyta skýrslum. Með NAV 2015 hefur þetta verið auðveldað svo um munar. Til dæmis er mun minna mál en áður að breyta útliti reikninga. Tímasetja má hvenær skýrslur eru keyrðar út og sendar til notenda. 

Sending skjala í tölvupósti 

Í nýju útgáfunni af NAV má senda reikninga, kreditreikninga, sölutilboð og áminningar sem viðhengi í tölvupósti. Hægt er að bóka og senda reikning í einni og sömu aðgerðinni.  

TIL BAKA Í EFNISVEITU