4.3.2015 | Blogg

Dell snýr aftur með látum

advania colors line
Á CES 2015 ráðstefnunni sem haldin var um daginn átti Dell sterka innkomu með nýju XPS 13 Ultrabook fartölvunni og hefur hún hlotið mikið lof gagnrýnenda. Meðal annars fékk hún hinn eftirsótta titil „Most Outstanding of CES 2015.“  Við hjá Advania erum að fá fyrstu vélarnar í hús en fleiri útgáfur verða fljótlega fáanlegar.
 

Einstakur skjár

Dell XPS 13 er með 13,3“ IPS Infinity skjá en hægt er að fá vélina í tveimur útgáfum: 
  • Með hefðbundnum skjá með 1920 x 1080 punkta upplausn.
  • Með snertiskjá með í 3200 x 1800 punkta upplausn. Þessi skjár er með svokölluðu „Corning Gorilla Glass“ en það er varið rispum.

Báðir skjáir gefa skarpa mynd hvort sem þú notar tölvuna inni eða í úti í sólarljósi. 

Nett og létt

Dell XPS 13 er líklega fyrirferðarminnsta 13“ fartölvan sem er fáanleg þessa dagana. Skjárinn er nánast rammalaus og þannig ná hönnuðir Dell að gera skjáinn stærri en gengur og gerist.  Vélin vegur aðeins 1,18 kg með hefðundna skjánum og 1,26 kg með snertiskjánum. Þykktin á vélinni er 9 mm með hefðbundnum skjá og 15 mm með snertiskjá. Hún ætti því að vera draumur þeirra sem þurfa að nota tölvu á ferðinni í leik og starfi.
 

Sterkbyggð gæðavél

Ramminn utan um XPS fartölvuna er heilskorinn úr áli sem gefur henni mikinn styrk. Lófahvílan og lyklaborðið er umvafið gúmmíkenndu „carbon fiber“ efni sem er bæði þægilegt og hrindir vel frá sér óhreinindum.  Báðir þessir eiginleikar hjálpa svo til við kælingu vélarinnar þegar mest á reynir.

 

Afburða rafhlöðuending

Með hefðbundna skjánum nær XPS 13 vélin allt að 15 tíma endingu en með snertiskjánum nær vélin allt að 11 tíma endingu.  Þetta verður að teljast góð ending miðað við þann kraft og gæði sem vélin býr yfir. Lykillinn að þessu er að hún nýtir 5. kynslóð af Intel örgjörvum.    

Græn og væn fartölva

Dell tekur umhverfisvernd alvarlega og nýja XPS 13 vélin er þar engin undantekning. Í XPS 13 vélinni eru 90% af öllum efnum endurvinnanleg.  

Kíktu endilega á okkur og skoðið fartölvu ársins á CES 2015. Við tökum vel á móti þér.
TIL BAKA Í EFNISVEITU