24.3.2015 | Blogg

Gögnin geymd á grænum stað

advania colors line
Planet Labs hannar, smíðar og rekur stóran flota af gervihnöttum sem taka myndir af yfirborð jarðarinnar oftar en áður en hefur þekkst. Planet Labs hefur það að markmiði að veita alhliða aðgang að gögnum um hina síbreytilegu jörð sem við lifum á. 

Fylgst með jörðinni í rauntíma

Planet Labs rekur flota 71 gervihnatta sem eru á sporbaug um jörðina og vakta ástand hennar. Hver gervihnöttur er um meter að lengd, tíu sentimetrar að breidd og vegur aðeins um fjögur kíló. Gervihnettirnir skanna allt yfirborð jarðarinnar einu sinni á hverjum sólarhring og við þetta verður til gríðarlegt magn af gögnum sem sýnir glöggt ástand og þróun umhverfismála á jörðinni. Á meðal þeirra fjölmarga þátta sem Planet Labs fylgist með er ástand ræktarlands, vatnsforði og vöxtur þéttbýlis.
 

Stofnendur Planet Labs með einn af gervihnöttum fyrirtækisins

 

Will Marshall útskýrir starfsemi Planet Labs

 

Áreiðanleiki í rekstri skipti öllu

Frá því Planet Labs var stofnað höfum við lagt upp með áreiðanleika í rekstri. Þetta á jafnt við hvernig við hönnum gervihnettina okkar eða veljum þá sem sjá um að koma þeim upp í geiminn. Nýjasta skrefið í þessari viðleitni okkar er samstarfið við íslenska hluta Advania sem er eitt af leiðandi upplýsingatæknifyrirtækjunum á Norðurlöndunum.

 

Gervihnattahreiður
 

Græna Ísland heillar

Eins og kunnugt er þá verður til mikið af grænni orku á Íslandi, sjálfsagt er orkan í kringum um 17 teravött á ári. Fjórðungur af þessari orku kemur frá jarðhitavirkjunum og afgangurinn kemur frá vatnsaflsvirkjunum. Þetta gerir Ísland að einu grænasta hagkerfi heimsins hvað varðar orkunotkun. Fyrir utan bíla- og skipaflota landsins er hagkerfi landsins næstum því alfarið knúið áfram af kolefnafríum orkugjöfum. 


Lhasa í Tíbet

 

 

Ávinningur af grænum gagnaverum

Þetta hefur laðað að landinu töluvert af nýsköpun og eru „græn“ gagnaver áberandi í því samhengi. Gagnaver á Íslandi ganga fyrir hreinni orku, auðvelt er að kæla tölvubúnaðinn og þau eru því hagkvæm í rekstri. Þetta er því þrefaldur ávinningur. Í þeim tilfellum þar sem kostnaður og reikniafl er í forgangi yfir biðtíma er Ísland fullkomið land fyrir gagnahýsingu.
 

Rio Araguaia fljótið í Brasilíu

 

Verður Ísland Sviss fyrir gögn?

Í kjölfarið á því að forseti Íslands heimsótti Planet Labs í fyrra, fóru fulltrúar fyrirtækisins til Íslands til að kanna möguleika á samstarfi við íslenska aðila og til að tala á ráðstefnunni Arctic Circle.

Í þessum viðræðum kynntumst við  Advania og GreenQloud sem býr til hugbúnað fyrir skýjalausnir. Þetta hefur skilað sér í því að Planet Labs mun hýsa gögn sín í gagnaveri Advania og nýta hugbúnað, Advania Open Cloud sem byggir á lausnum GreenQloud. Þetta mun tryggja okkur örugga hýsingu og aðgang að okkar gögnum. Samstarfið er okkur einnig mikilvægt þar sem Ísland er að skoða möguleikann á því að setja lög sem gæti gert landið að nokkurskonar Sviss fyrir gagnavistun. Þetta laðar marga viðskiptavini að þessu ótrúlega landi og myndi bæta enn frekar skilyrði fyrir gagnaversiðnaðinn á Íslandi. Ennfremur fullvissar þetta okkur um að okkar gögn verða aðgengileg, sama hvað á dynur. 

 
TIL BAKA Í EFNISVEITU