31.3.2015 | Blogg

Bestu ákvarðanirnar eru teknar með réttu upplýsingarnar

advania colors line
Ný rannsókn frá greiningarfyrirtækinu Gartner sýnir mikla þörf hjá stjórnendum og sérfræðingum á að hafa lykilupplýsingar úr rekstri óháð stað og stund. Við hjá Targit höfum sett slíkar lausnir

í forgang og höfum þegar séð mikinn ávinning hjá viðskiptavinum okkar.


Gott dæmi um árangur

Þar má til dæmis nefna danska fyrirtækið Kvadrat sem var stofnað 1968 og framleiðir vefnaðarvöru fyrir arkitekta, hönnuði og húsgagnaframleiðendur. Vörur fyrirtækisins eru þekktar á heimsvísu fyrir gæði og flotta hönnun. Fyrirtækið starfar í 25 löndum sem gerir aðgengi starfsfólks og stjórnenda að lykilupplýsingum afar mikilvægt fyrir áframhaldandi vöxt þess.

Mikil reynsla af TARGIT

Kvadrat hefur notað TARGIT frá árinu 2007 en nýverið var ákveðið að gera upplýsingar aðgengilegar í snjalltækjum og gildir þá einu hvort notandinn er með Windows, Apple eða Android tæki.

Upplýsingar voru ekki nægilega aðgengilegar

Áður þurftu sölumenn í hverju landi að biðja höfuðstöðvarnar sérstaklega um upplýsingar um viðskiptavini. Þótt upplýsingarnar hefðu legið fyrir í TARGIT var það samt sem áður tímafrekt að koma þeim til sölufólks á ferðinni. 

Allt um lykilviðskiptavini hvar og hvenær sem er

Nú hafa stjórnendur og sölumenn hjá Kvadrat upplýsingarnar í sínum snjalltækjum. Þannig fá sölumenn lykilupplýsingar um viðskiptavini hvar og hvenær sem er. Þar má til dæmis nefna hvaða viðskiptavinir kaupa hvaða vöru, hversu oft viðskiptavinir hafa fengið söluheimsóknir og hverjir eru í hópi mikilvægustu viðskiptavina hverju sinni. TARGIT gefur notendum færi á að grafa djúpt ofan í upplýsingarnar og má þá einu gilda hvort hugbúnaðurinn er í snjallsíma eða spjaldtölvu. 

Spyrjum réttu spurninguna

Notkun snjalltækjahugbúnaðarins hefur sparað mikinn tíma og kostnað. Þetta er þó ekki það sem gleður tæknistjóra Kvadrat, Kim Boeriis, mest. „Það er frábært að spara tíma en aðalávinningurinn er að við höfum látið starfsfólki í té tæki sem hjálpar þeim að spyrja réttu spurninganna,” segir hann. “Bestu ákvarðanirnar eru teknar þegar menn hafa réttu upplýsingarnar við höndina,” bætir hann við.

Við hjá Targit ráðleggjum viðskiptavinum okkar að skoða vel hvaða upplýsingar á að sýna í snjalltækjum notenda og hver eigi að hafa aðgang að hverju. Einnig þarf að huga vel að því hvernig setja á gögnin fram svo notendur geti nýtt sér þau sem best. 


Sækja má rafbók frá Targit um hvernig best má stilla upp notendum í viðskiptagreindarlausnum.

Einfaldleikinn skiptir mestu

Kim Boeriis ráðleggur öðrum fyrirtækjum að halda viðmótinu einföldu og myndrænu. „Okkar fólk nýtir lausnina til að spyrja réttu spurninganna einfaldlega vegna þess að það fær mátulega mikið af upplýsingum í viðmótinu. Við ætlum að útvíkka notkun á snjalltækjalausnum frá Targit til fleiri þátta rekstrarins,“ segir hann að síðustu.

 

 

TIL BAKA Í EFNISVEITU