29.4.2015 | Blogg

Lykill að vexti Opera Software

advania colors line
Við hjá Opera Software tengjum um 350 milljón notendur við netið og um 130 farsímafyrirtæki um heim allan láta viðskiptavinum sínum í té vafra frá okkur svo þeir fái sem besta notendaupplifun þegar þeir skoða vefsíður í farsímum sínum. Auglýsinganet Opera Software gefur útgefendum tækifæri að fá tekjur og gerir fyrirtækjum kleift að nálgast meira en 800 milljón neytendur.

Leitað að grænu gagnaveri

Árið 2010 þurftum við að finna aðila sem gæti sinnt vefhýsingu fyrir okkur en ljóst var að hún myndi krefjast mikils reikniafls og orku. Við vildum gera hlutina eins hagkvæmt eins og hægt er og nýta endurnýtanlega orku eins og kostur væri. Við völdum því Thor gagnaverið sem er nú í eigu Advania. Eins og þá býður Advania hýsingu sem uppfyllir eftirfarandi skilyrði:  
  • Hagkvæm orkunotkun - lágt PUE gildi
  • Knúin áfram af grænni orku
  • Hagstætt verð í alþjóðlegum samanburði
  • Tiltölulega nálægt Evrópu

Viðskiptin við Advania þrefölduð

Þegar við hófum samstarf okkar við Thor gagnaverið þá settum við upp nokkra skápa í  sérsmíðuðum gámi. Síðan þá höfum við þrefaldað notkun okkar með því að setja upp nýja og afar öfluga miðlurum. Advania hýsir ekki einungis búnað fyrir okkur heldur sér fyrirtækið um allan rekstur og þjónustu allan sólarhringinn, allt árið um kring. Að mörgu er að hyggja enda er þjónusta okkar við viðskiptavini okkar þess eðlis að hún má helst aldrei klikka. Advania rekur því varahlutalager fyrir þann búnað sem við nýtum og sérfræðingar fyrirtækisins eru á bakvakt allan sólahringinn og bregðast hratt við ef eitthvað kemur upp á. 

Milljónir nýrra viðskiptavina

Advania gefur okkur því ekki aðeins aðgang að reikniafli og rými í gagnaveri heldur eru sérfræðingar þeirra okkar augu og eyru, þeir sjá til þess að þjónusta okkar gangi snuðrulaust fyrir sig. Að öllu teknu saman hefur samstarfið við Advania gert okkur mögulegt að taka við milljónum nýrra notenda á tiltölulega skömmum tíma. Þar skiptir aðgangur okkar að grænni orku, öflugu gagnaveri og einvalaliði sérfræðinga mestu. 

 

 

TIL BAKA Í EFNISVEITU