4.5.2015 | Blogg

Rafrænar undirritanir hraða samskiptum og viðskiptum

advania colors line
Advania býður nú upp á nýja byltingarkennda lausn í rafrænum undirritunum sem kallast SignetNú er hægt að undirrita skjöl rafrænt hvar og hvenær sem er hvort heldur þú ert heima, í vinnunni eða á ferðinni. Signet sparar fólki sporin og  hraðar viðskiptum.

Ávinningur af rafrænum undirritunum

Fyrirtæki og stofnanir hafa lengi reynt að hagræða með því að gera sem flesta ferla rafræna. Vandinn hefur verið að um leið og viðkomandi ferill hefur krafist undirritunar og þá sérstaklega ef undirritunin þarf að standast fyrir dómi, hafa menn ekki treyst öðru en að gera undirritunina með pappír og penna.  Það fer illa með bæði tíma og peninga að þurfa að láta skjöl eða fólk þeytast fram og til baka til að réttir aðilar geti sett stafina sína á pappírinn, sérstaklega þegar um er að ræða marga undirritendur á mismunandi stöðum. Einnig er það ekki umhverfisvænt að hafa skjölin á pappír eða að þurfa að geyma pappírinn uppi í hillu.  
  

Hvað er rafræn undirritun?

Rafrænar undirritanir eru stærðfræðilegt fyrirbrigði sem er þannig úr garði gert að með nútíma tækni er ómögulegt að falsa undirritunina. Strangt vottunarferli við útgáfu rafrænna skilríkja tryggir að hægt er að treysta því að réttur aðili sé á bak við viðkomandi undirritun. Rafræn undirritun er því í raun öruggari en hefðbundin undirritun, þar sem við hefðbundna undirritun er ekkert sem sannar tengsl undirritanda við viðkomandi undirritun. Í besta falli geta rithandarsérfræðingar leitt líkur að því að viðkomandi undirritun hafi verið framkvæmd af réttum aðila.

Einfaldar rafrænar undirritanir

Áður en Signet kom til sögunnar var það tæknilega flókið fyrir almenning að undirrita skjöl með rafrænum hætti.  Til að undirrita skjöl þurfti að hafa allskyns tölvubúnað og helst hafa próf í tölvunarfræðum. Að tryggja að undirritun stæðist tímans tönn flækti málin enn meira. Með tilkomu Signet er þessum hindrunum rutt úr vegi. Nú þarf almenningur einungis að hafa síma eða snjallkort með rafrænum skilríkjum við hendina til að geta skráð sig inn á Signet vefinn og undirritað skjöl þar.  

Hvernig virkar Signet?

Einfalt er fyrir fyrirtæki og einstaklinga að nýta Signet til að senda skjöl í undirritun. Skjalinu ásamt kennitölum þeirra sem eiga að undirrita skjalið er hlaðið inn í gegnum Signet vefinn eða með því að kalla í vefþjónustu Signet. Þegar Signet móttekur skjalið er það dulritað áður en það er vistað í kerfum Signet. Að því loknu er sendur tölvupóstur til þeirra sem eiga að undirrita skjalið. Viðkomandi undirritandi smellir á tengil í tölvupóstinum og er þá sendur á Signet vefinn þar sem hann auðkennir sig inn og skjalið birtist á skjánum. Til að undirrita skjalið þarf viðkomandi aðeins að smella á hnapp á skjánum og síðan setja inn undirritunar pinnið á annaðhvort símanum sínum eða í tölvunni ef notuð eru skilríki á snjallkorti. Við þetta undirritast skjalið. Þegar að allir hafa undirritað skjalið geta allir málsaðilar sótt skjalið og vistað það hjá sér.

Auðvelt er að sjá hvort skjalið hafi verið undirritað þar sem Signet birtir innsigli fyrir sérhverja undirritun sem framkvæmd er. 

Hverjum gagnast Signet?

Signet hentar vel fyrir fyrirtæki sem þurfa að fá ýmis konar skjöl undirrituð eins og samninga, tilboð, fundargerðir, eignaskiptayfirlýsingar, lán, kaupmálar eða hvað annað sem þarfnast undirritunar. Eina skilyrðið er að skjalið sé á PDF formi.

Reynsla af Signet

Nokkur reynsla er nú þegar komin á notkun Signet. Ríkisskattstjóri nýtti sér einfaldaða útgáfu af Signet í tengslum við undirritun á lánaleiðréttingunni, þar sem tugþúsundir einstaklinga undirrituðu samþykki fyrir niðurstöðu leiðréttingarinnar með Signet. Í þessu tilfelli sannaði Signet hvernig það sparar mikinn tíma og fyrirhöfn bæði hjá starfsmönnum og viðskiptavinum. 

Vottun á undirritanda og staðfestur tími

Skjöl sem eru undirrituð með Signet eru með svokallaðri langtíma undirritun, sem táknar að undirritunin inniheldur vottaða tímasetningu sem og staðfestingu á því að rafrænu skilríkin sem beitt var voru í gildi þegar undirritunin var framkvæmd. Þetta táknar með öðrum orðum að skjölin eru með vottuðum tíma sem og vottun á að sá sem undirritar er sá sem hann segist vera. Í ljósi þessa er ekki lengur þörf á sérstökum vottum að réttri dagsetningu og undirritun þegar skjöl eru rafrænt undirrituð með Signet. Hinsvegar þarf áfram votta að fjárræði viðkomandi þegar slíks er krafist en einfalt er að bæta vottum að fjárræði við skjalið.

Er Signet öruggt?

Signet er afar öruggt, hannað af öryggissérfræðingum Advania. Aðgangur að Signet er varinn með rafrænum skilríkjum. Öll samskipti eru dulkóðuð sem og allar upplýsingar sem settar eru inn í Signet. Þannig eru öll skjöl sem send eru inn í Signet á dulkóðuðu formi. Notendur Signet geta treyst að undirritendur eru þeir einu sem mögulega geta séð viðkomandi skjal.

Lagaleg ákvæði

Undirritanir sem gerðar eru með Signet standast kröfur laga nr 28/2001 til fullgildra rafrænna undirritana og eru því lagalega séð jafngildar hefðbundinni undirritun með penna.

Öllum opið

Signet er öllum opið endurgjaldslaust til undirritunar. Þeir sem setja skjöl inn í Signet til undirritunar greiða mánaðaráskrift. Signet er mikið framfararskref sem sparar sporin þegar undirritanir eru annars vegar.

Fyrirlestrar og viðtöl frá morgunverðarfundi um rafrænar undirritanir sem haldinn var 8. maí

Í tilefni af tilkomu Signet hélt Advania morgunverðarfund föstudaginn 8. maí þar sem farið var ítarlega yfir ávinning atvinnulífsins af rafrænum undirritunum og virkni Signet sýnd. 
 
Hvað er Signet?
Advania, Sigurður Másson 

 


Lagalegt gildi rafrænna undirritana
Landslög, Hörður Helgi Helgason

 

 

Rafrænar undirritanir óháð landamærum
Arion banki, Kristinn Stefánsson 

 

Rafrænar undirritanir hjá RSK 
Ríkisskattstjóri, Ævar Ísberg

  

TIL BAKA Í EFNISVEITU