12.5.2015 | Blogg

Tökum úr okkur tæknihrollinn

advania colors line

Tæknimenn fá gjarnan einskonar tæknihroll þegar rætt er um að hýsa netþjóna hjá hýsingarfyrirtækjum og finnst að þeir missi við það stjórn á tölvuumhverfinu sem þeir bera ábyrgð á. Þeir horfa því margir til Advania Business Cloud þar sem notendur hafa meiri stjórn en gengur og gerist fyrir hýstar skýjalausnir af þessu tagi.  Neðangreint er það helsta sem tæknimenn þurfa og vilja þegar þeir sjá um tölvuumhverfi:

 • Geta búið til sýndarvélar
 • Fjölgað og fækkað CPU og minni
 • Sett upp þjónustur
 • Góða stýringu á NAT
 • Stofnað VPN tengingar
 • Geta tengst við „Console“ á vélum hvar og hvenær sem er

Samstarf við Microsoft á heimsmælikvarða

Eins og Ragnhildur Ágústsdóttir samstarfskona mín nefndi í sinni færslu sem birt var um daginn þá var Advania eitt af þeim 120 fyrirtækjum á heimsvísu sem Microsoft bauð til að ganga inn í Cloud OS Network samstarf. Þetta þýðir að Advania getur boðið sambærilega þjónustu og Microsoft er með í sínu Azure tölvuskýi. Munurinn er kannski helst sá að þjónusta Advania sem við köllum Advania Business Cloud er hýst í gagnaveri okkar hér á landi. Fyrirtæki sem nýta sér það þurfa því ekki að greiða fyrir erlent niðurhal.

 

Advania Business Cloud

Í þessari færslu langar mig til að útskýra ítarlega hvernig hýsingarumhverfi við bjóðum fyrir þá aðila sem vilja nýta sér Microsoft tölvuumhverfi í áskrift í sínum rekstri. Lausnin kallast Advania Business Cloud  og er bakendinn á henni keyrður á System Center vörum frá Microsoft og framendinn er byggður á  Windows Azure Pack. 

 

Notkunarmöguleikar fyrir Microsoft ský Advania

 • Þær lausnir sem Advania býður í gegnum Advania Business Cloud  fela eftirfarandi í sér:
 • Fyrirtæki geta keyrt þróunar- og prófunarumhverfi („Dev“ og „Test“ umhverfi) 
 • Þar má hýsa og reka tölvuumhverfi fyrir almennan rekstur (Production)
 • Jafnt ört vaxandi sprotafyrirtæki og rótgróin fyrirtæki geta nýtt Micosoft ský Advania
 • Áskriftarmódelið þýðir að hægt er að fjölga eða fækka örgjörvum eftir þörfum og með litlum fyrirvara. 

Allt þetta þýðir bætta þjónustu við notendur og lægri kostnað.

Bakendinn á Microsoft skýi Advania

Auk Microsoft System Center byggir bakendinn á Hyper-V Hypervisor ásamt Windows Server umhverfi. Eftirfarandi þjónustur þarf til að fá fulla virkni á Windows Azure Pack:

Windows 2012 R2 keyrir sem undirliggjandi stýrikerfi fyrir System Center þjónustur, Hyper-V og Windows Azure Pack

 • Skráarþjónar geyma sýndarvélar og eru í svokölluðu „Active/Passive Clustering“ sem þýðir að ef undirliggjandi skráarþjónn þarfnast viðhalds er „Clustering“ þjónustan færð á annan skráarþjón án þess að hafa áhrif á uppitíma sýndarvéla. Allar þjónustur í bakenda eru keyrðar með þessu fyrirkomulagi
 • Center Virtual Machine Manager 2012 R2 virkar eins og lím fyrir Hyper-V miðlara og getur flutt sýndarvélar á milli Hyper-V miðlara án þess að slökkni á þeim
 • Service Managment Automation þjónusta sér um að framkvæma ýmsar aðgerðir eins og til dæmis tiltektir, flutning sýndarvéla á milli diska og margt fleira
 • Microsoft System Center Operation Manager (SCOM) fylgist með bakendanum og lætur kerfisstjóra hýsingarumhverfisins vita ef eitthvað fer úrskeiðis. Notkun SCOM fækkar vandamálum sem geta komið upp og gerir alla umsýslu skilvirkari

Í hýsingarumhverfi Advania leggjum við mikla áhersla á að þjónustur í bakenda séu sjálfvirkar sem einfaldar daglegan rekstur mikið.

 

Framendi Advania Business Cloud 

Framendinn er byggður á Windows Azure Pack og gerir kerfisstjórum kleift að vinna í gegnum vafra. Windows Azure Pack er svokölluð „Multitenant“ lausn sem þýðir að hvert fyrirtæki sér aðeins þær þjónustur og sýndarvélar sem það er með hjá Advania Business Cloud. 

Gallery Items inn í Azure Pack eru litlir og stórir pakkar sem eru settir inn til að einfalda uppsetningu á þjónustum. Gallery items eru scriptur sem keyra þjónustur inn og með þeim er til dæmis mjög einfalt að búa til Domain Controllers, SQL miðlara og fleira í þeim dúr. Í hverju tilfelli fyrir sig þarf yfirleitt aðeins að skrá inn helstu upplýsingar sem þarf til að þjónustan verði virk. 

Í Azure Pack getur kerfisstjóri búið til einka sýndarnet eða „Private Net“. Þarna er hægt að velja hvaða IP tölur eru notaðar í þessu einka sýndarumhverfi. Einnig má búa til „VPN Tunnel“  sem gerir fyrirtækinu kleift að nýta og komast í  þjónustu sem hýst er á viðkomandi sýndarneti en til þess þarf beina (Router) sem eru studdir. Ef tæknimaður býr til vefmiðlara getur hann keyrt NAT með einföldum hætti og hefur því tök á að opna út á internetið, til dæmis með port 80, 443 eða önnur port sem hann vill hafa opinn út.

Azure Incubation Program

Advania tekur þátt í svokölluðu AIP eða Azure Incubation Program með Microsoft. Þetta gerir okkur kleift að bjóða viðskiptavinum okkar Multifactor Authentication að auðkenna sig inn í Azure Pack hýsingarumhverfið með Active Directory auðkenningu sem er hýst inn í Microsoft Azure skýinu. Einnig má bæta við viðbótar auðkenningu í gegnum síma. Slík viðbótar auðkenning getur ýmist verið með símhringingu eða þannig að notandi fái auðkenningarkóða sendan í SMS skilaboðum. Advania veitir einnig aðgang að svokölluðu Azure Recovery Site. Sé sá kostur valinn eru vélar viðkomandi fyrirtækis afritaðar á 15 mínútna fresti í Azure tölvuský Microsoft og eru þar til vara. 

MyApps

Microsoft býður einnig upp á MyApps sem þýðir að fyrirtæki getur einfaldað aðgengi að studdum þjónustum með einu auðkenni. Til dæmis má gefa starfsmönnum aðgang að Twitter reikning fyrirtækis og gefið ákveðnum starfsmönnum aðgang án þess að gefa þeim upp notendanafn og lykilorð. Jafnframt má gefa aðgang að þjónustum í Advania Business Cloud.

 

Mætir þörfum íslenskra fyrirtækja

Að ofangreindu er ljóst að Advania Business Cloud skýið veitir kerfisstjórum fullkomna stjórn yfir tækniumhverfi fyrirtækisins og það er erfitt að ímynda sér notkunartilfelli fyrir hið dæmigerða íslenska fyrirtæki sem ekki má leysa með þeim lausnum og möguleikum sem það býður upp á. 

Ef þú vilt fá nánari upplýsingar um tæknilega virkni Advania Business Cloud þá ekki hika við að hafa samband. 

TIL BAKA Í EFNISVEITU