3.6.2015 | Blogg

Býður þú hættunni heim með úreltum búnaði?

advania colors line

Hátt hlutfall fyrirtækja og opinberra stofnana treystir enn á útgáfur af Windows Server í sinni upplýsingatækni sem eru þegar orðnar eða um það bil að verða úreldar. Þann 14. júlí næstkomandi hættir Microsoft öllum stuðningi við Windows Server 2003/R2 sem mun hafa áhrif á þá fjölmörgu aðila sem enn keyra á því umhverfi. 

Öryggisgallar ekki lengur lagaðir

Stærsti áhættuþátturinn er að að öryggisgallar eru ekki lengur lagaðir með uppfærslum frá Microsoft. Það er aðeins tímaspursmál hvenær óprúttnir aðilar finna glufur sem geta valdið fyrirtækjum ómældum skaða. Þetta getur einnig haft alvarlegar afleiðingar fyrir rekstraröryggi. Þessu til viðbótar hætti Microsoft almennum stuðningi við Windows Server 2008/R2 þann 13. janúar síðastliðnum sem þýðir að ekki er lengur tekin ábyrgð á búnaði og ekki verið að uppfæra eða bæta við virkni. 

Úreldur búnaður ógnar upplýsinga- og rekstraröryggi

Við hjá Advania ráðleggjum okkar viðskiptavinum ávallt að nota aðeins þann hugbúnað og vélbúnað sem er í fullum stuðningi frá framleiðendum og á það sérstaklega við þegar úreltur búnaður ógnar upplýsinga- og rekstraröryggi. Almennt fylgir því hærri kostnaður að keyra eldri útgáfur af miðlurum þar sem nýtingin er lægri og það tekur lengri tíma að framkvæma allar aðgerðir. Handvirkt viðhald og tengingar við aðrar lausnir er til lengdar, í flestum tilfellum, töluvert dýrara en mögulegur kostnaður við að uppfæra í nýja útgáfu.

 

Uppfærsla í Windows Server 2012 er augljós kostur

Ef þitt fyrirtæki er í þeirri aðstöðu að keyra enn á gömlum búnaði eru nokkrar leiðir færar í stöðunni. Ein þeirra er augljóslega að uppfæra í nýrri útgáfu og þá er Windows Server 2012 augljós kostur. 

Með Windows Server 2012 færð þú meðal annars:

 • Einfaldari afritun
 • Stjórnborð sem eykur yfirsýn og auðveldar umsýslu og stillingar
 • Skilvirk samskipti við tæki og lausnir á tengdu neti
 • Öflugara öryggir og einfaldari öryggisstillingar
 • Aukin afköst og bættur stuðningur frá framleiðendum
 • Mögulegar tengingar við skýjaþjónustu og skýjaumhverfi
 • Aðgangur að stjórnborði og stillingum í gegnum vafra viðmót
 • Möguleikar á hybrid skýjalausnum - tengingar við Office 365
 • Fyrirbyggjandi vöktun og greining á afköstum
 • Betri notendastýring og -umsjón
 • Auðveldari leið til að halda utan um deildarmöppur
 • My Server App fyrir endanotendur og kerfisstjóra

Skýið er góður kostur

Uppfærsla í Windows Server 2012 er þó ekki eina leiðin til að tryggja upplýsingaöryggi og rekstraröryggi. Skipta má eldri vélbúnaði út fyrir  afkastamikið tölvuumhverfi sem hýst er innanlands og er þá Advania Business Cloud góður valkostur. Þetta hentar t.d. þeim sem vilja mánaðarlega áskrift að tölvuumhverfi í stað þess að leggja út í mikla fjárfestingu við kaup á nýjum búnaði.

Tölvuumhverfi í áskrift

Advania Business Cloud er það sem er á ensku er kallað Infastructure as a Service (IaaS) eða einfaldlega tölvuumhverfi í áskrift. Þetta er ný vara frá Advania og byggir á Azure Pack og HyperV. Þetta öfluga tölvuumhverfi er sambærilegt við Microsoft Azure og er vottað af Microsoft enda sett upp í samstarfi við þá. 

Rétt er að geta þess að það er bein tenging á milli Advania Business Cloud og Public Azure tölvuský Microsoft sem felur meðal annars í sér að hægt að nota Microsoft Azure sem neyðarúrræði (Disaster Recovery) ef endurheimta þarf gögn.  

Fyrirlestrar og viðtal frá morgunverðarfundi sem haldinn var 29. maí síðastliðinn um Windows Server 2003

 Uppfærslur á Windows Server 2003 og innsýn í Advania Business Cloud

Gísli Guðmundsson, Advania

 

 

 


Hvernig tryggi ég rekstraröryggi fram að uppfærslu á Windows Server 2003?

Bjarki Traustason, Advania


 

 

TIL BAKA Í EFNISVEITU