11.6.2015 | Blogg

Auðvelt aðgengi að þjónustu er lykill að ánægju viðskiptavina

advania colors line
Lausnir sem halda utan um og auðvelda samskipti fyrirtækja við viðskiptavini verða sífellt mikilvægri. Rannsóknir sýna að auðvelt aðgengi viðskiptavina að þjónustu og vörum fyrirtækisins er það sem skiptir mestu. Eftir því sem það er þægilegra  að nálgast fyrirtækið og þjónustu þess eykst hollusta viðskiptavina. Það er rétt að benda á í þessu samhengi að tiltölulega einföld atriði eins og að bæta aðgengi og viðmót á vef fyrirtækis getur skipt miklu í þessu samhengi. 

Sjálfsafgreiðsla verður algengari

Þjónusta fyrirtækja er í stöðugri þróun. Sjálfsafgreiðsla og vefspjall við þjónustuver verður til dæmis algengari og er slík þjónusta einmitt til þess fallin að auka ánægju og hollustu viðskiptavina. Gott dæmi um þessa þróun er til dæmis sjálfsafgreiðsla á flugvöllum sem sífellt fleiri nýta sér til að spara tíma.

Öll samskiptaform í einu viðmóti

Lausnir á borð við Customer Interaction Center (CIC) frá Interactive Intelligence hafa einmitt það hlutverk að auðvelda fyrirtækjum að halda utan um samskipti við viðskiptavini sína, óháð því á hvaða formi þau eru. CIC heldur utan um allar samskiptaleiðir í einu samræmdu viðmóti, hvort sem um er að ræða samfélagsmiðla, SMS, vefspjall, símtöl, tölvupóst og fleiri. 

CIC er leiðandi hjá Gartner

Interactive Intelligence hefur lengi þróað lausnir fyrir þjónustuver og er leiðandi á því sviði samkvæmt greiningarfyrirtækinu Gartner. Notkun lausna eins og CIC getur búið til forskot fyrir fyrirtæki í harðri samkeppni þar sem aðgreiningu á markaði er helst náð með góðri þjónustu.

Greið tenging við CRM kerfi og Skype for Business

Tengja má CIC við nánast hvaða CRM kerfi sem er. Þannig getur starfsmaður glöggvað sig á viðkomandi viðskiptavin eða skráð inn upplýsingar um hann óháð því hvaða samskiptaleið er notuð. Í CIC er innbyggð tenging við Skype for Business (áður Lync). Því fá starfsmenn þjónustuvers ávallt upplýsingar um viðveru samstarfsmanna. Með kerfinu fylgir vefspjall sem má sníða að þörfum viðskiptavina.

Sjálfvirk úthlutun símtala

Hvað varðar þjónustu við þá sem hringja inn til fyrirtækisins þá skiptir miklu að CIC er með sjálfvirka úthlutun símtala. Fyrirtæki skilgreinir hæfni starfsmanna til að sinna ákveðnum málum og er símtölum úthlutað sjálfvirkt í samræmi við það. Þetta fjölgar þeim tilvikum þar sem hægt er að leysa úr fyrirspurnum viðskiptavina strax.

  • Hægt er er að bjóða viðskiptavinum upp á að panta símtal (Callback) með CIC.
  • Í CIC getur verið gagnagrunnur með algengum spurningum og svörum (FAQ) sem samræmir og einfaldar svör fyrirtækisins út á við
  • CIC býður jafnframt upp á vistun á samskiptum og fullkomna tölfræði sem hjálpar stjórnendum og starfsmönnum að fylgjast með og taka ákvarðanir til að bæta þjónustu

Við veitum þér ráðgjöf 

Við hjá Advania veitum viðskiptavinum okkar ráðgjöf um hvernig þeir geta nýtt upplýsingatæknina til að bæta þjónustu og auka ánægju viðskiptavina. Ekki hika við að hafa samband.

TIL BAKA Í EFNISVEITU