19.8.2015 | Blogg

Notaðu sama hugbúnað og öflugustu fyrirtæki heims

advania colors line
Hjá nútíma fyrirtækjum gerir fólk kröfur um um áreiðanleika, einfaldleika og sveigjanleika þegar kemur að upplýsingatækni. Það vill geta unnið saman þó það sé á mismunandi stöðum. Gögn og hugbúnaður sem þarf til að skila góðu verki þarf að vera aðgengilegur hvar og hvenær sem er. 

Áskrift tryggir ávinning

Office 365 hugbúnaðarpakkinn  frá Microsoft mætir þessum kröfum. Uppistaðan í Office 365 er Office  pakkinn góðkunni og nú býðst hann sem hugbúnaður í áskrift sem tryggir að þú ert alltaf í nýjustu útgáfu. Í Office 365 má fá aðgang að eftirfarandi hugbúnaði og virkni: 

  • Word, Excel, Powerpoint, OneNote
  • Póstþjónn – Exchange online
  • Gagnageymsla í skýinu - OneDrive for Business. 1 TB gagnageymsla fyrir alla notendur
  • Skype for Business (spjall og fjarfundir)
  • Sharepoint (samvinna og gagnavistun)
  • Yammer (samfélagsmiðill fyrir fyrirtæki)
  • Innbyggt öryggi gegn óværu
  • Getur unnið á flestum gerðum spjaldtölva og síma
  • Sjálfvirkar uppfærslur. Alltaf með nýjustu útgáfu
  • Ef tækið tapast eru gögnin óhult í skýinu

Með Office 365 fá fyrirtæki af öllum stærðum aðgang að hugbúnaði og þjónustu sem áður var aðeins á færi stórfyrirtækja að vera með og má þar nefna netfundi og skjaladeilingu. Nota má Office 365 á spjaldtölvunni og símanum og nálgast gögnin hvar sem er.

Sveigjanleg áskrift

Með áskrift að Office 365 greiðir þitt fyrirtæki aðeins fyrir þau leyfi sem þarf á hverjum tíma. Þetta er handhægt fyrir fyrirtæki með breytilegan starfsmannafjölda eða árstíðarbundinn rekstur. Hýsing á gögnum og hugbúnaði er í gagnaveri Microsoft. Þetta dregur úr þörf fyrirtækja að kaupa og reka netþjóna. Kostnaður við tölvumál og upplýsingatækni færist því úr föstum kostnaði og fjárfestingu yfir í fyrirsjáanlegan rekstrarkostnað.

Vertu ávallt með nýjustu útgáfu af notendahugbúnaði

Fyrirtæki og einyrkjar sem eru með áskrift að Office 365 fá einnig sjálfkrafa nýjustu útgáfu af hugbúnaðinum. Þetta tryggir að óþarfi er að greiða fyrir vinnu við uppfærslu á hugbúnaði og bætir upplýsingaöryggi enda er ávallt notast við hugbúnað sem er studdur að fullu af Microsoft. 

Samhæfing gagna og öryggi

Með Office 365 ertu með Office pakkann á tölvunni, símanum og spjaldtölvunni. Þú getur unnið í skjölum án þess að vera nettengd(ur). Skjölin þín samstillast upp í skýið næst þegar þú tengist netinu. Þetta þýðir að ef eitthvað óvænt kemur upp á þá eru gögnin samt óhult í skýinu og auðvelt er að ná í þau aftur. Það skiptir til dæmis engu máli þó tölvan þín skemmist eða týnist, þegar þú hefur fengið nýja vél færðu samstundis aðgang öllum skjölum sem þú vistaðir í skýið með því að skrá þig inn í Office 365.

Samvinna í öðru veldi

Þeir sem eru með Office 365 geta unnið samtímis í sama skjali á hvaða tæki sem er. Notendur sjá breytingar sem aðrir gera samstundis. Einnig hægt að vinna með fólki utan fyrirtækisins og það þarf jafnvel ekki að vera með Office pakka. Office 365 auðveldar mjög deilingu skjala með samstarfsfólki, birgjum og viðskiptavinum. Notendur hafa fulla stjórn á því hvaða gögnum er deilt og með hverjum. Fjarfundir verða auðveldir og fljótlegir með Skype for Business. Fundarmenn geta deilt því sem er að sjá á skjánum hjá þeim, skjölum eða kynningum.  Með Exchange Online getur starfsfólk séð dagatöl samstarfsmanna sinna og þannig er auðveldara að bóka fundi. Hver notandi fær 50 GB pósthólf og í því er innbyggð vörn gegn óværu. 

Allt vottað í bak og fyrir

Office 365 hefur fjölda vottana, á meðal þeirra eru ISO27001, EU Model Clauses, HIPAA BAA, and FISMA.

Kynntu þér málið og hafðu samband

Kynntu þér mismunandi áskriftarmöguleika eða hafðu samband og fáðu ráðgjöf um hvaða leið hentar þínu fyrirtæki.
 
TIL BAKA Í EFNISVEITU