22.9.2015 | Blogg

Dell tekur forystu í sjálfbærri þróun

advania colors line

Í fyrstu umhverfisskýrslu sem við hjá Dell gáfum út árið 1998 var samfélagsstefna fyrirtæksins fyrst sett fram. Síðan þá hefur það komið í ljós að aðgerðir á heimsvísu eru lífsnauðsynlegar, við verðum að hugsa betur um auðlindir og vistkerfi jarðarinnar. Framfarir hafa orðið á sumum sviðum en ekki öðrum. Margir eru á því að viðskiptalífið og fyrirtæki verði að leika stærra hlutverk og vinna náið með ríkisstjórnum og öðrum aðilum til að efla sjálfbæra þróun. 

Ávinningur af sjálfbærum starfsháttum

Okkur hefur einnig orðið ljóst að það er meiri ávinningur af því að vinna á sjálfbæran hátt en við gátum ímyndað okkur í upphafi.

 • Minni kolefnalosun 
 • Sjálfbærari hráefnanotkun
 • Aukin skilvirkni í virðiskeðjunni 
 • Betri nýting á hráefnum 

Árið 2012 tók Dell fyrstu skrefin í átt að sjálfbærri þróun. 2020 Legacy of Good áætlunin fylgir nú í kjölfarið en hún er niðurstaða innri stefnumótunar, samtali við viðskiptavini og ýmsa hagsmunaaðila ásamt greiningu á aðfangakeðju Dell.  Nú er kominn  tími til að grípa til aðgerða og í fyrrnefndri stefnumótun var niðurstaðan að leggja ætti áherslu á eftirfarandi svið: 

 • Umhverfið
 • Samfélögin þar sem Dell starfar
 • Fólk

Við viljum sem sagt nýta tækni- og sérþekkingu Dell til bæta umhverfið og hjálpa fólki. Til dæmis viljum við hjálpa viðskiptavinum okkar að minnka áhrif tölvureksturs sín á umhverfið og bæta líf ungs fólks með upplýsingatækni. Eftirfarandi tíu þætti eru leiðarstef hvað varðar stefnumörkun á sviði sjálfbærrar þróunar. 

Áhersla á viðskiptavininn
Þarfir viðskiptavina okkar eru í forgrunni. 

Nýsköpun
Við verðum að vinna á nýjan hátt til að komast yfir hindranir sem verða á vegi okkar 

Vinnum á heimsvísu
Dell þarf bæði að stýra stórri og flókinni aðfangakeðju um allan heim og vinnur í mismunandi menningarheimum sem þarf að skilja og virða

Gagnsæi og ábyrgð
Við höfum sett okkur mælanleg og tímasett markmið á sviði samfélagslegrar ábyrgðar. 

Leiðtogahlutverk
Dell ætlar vera leiðandi í umhverfismálum og á sviði samfélagslegra verkefna. Þetta verður gert í náinni samvinnu við önnur fyrirtæki, stjórnmálamenn, viðskiptavini og hagsmunaaðila sé eitthvað nefnt.

Samvinna
Til að ná markmiðum okkar þurfum við að vinna náið með öðrum. Þar má til dæmis nefna viðskiptavini, önnur fyrirtæki í upplýsingatækni, háskóla og félagasamtök. Við þurfum einnig að nýta þekkingu og sjónarmið starfsfólks Dell

Ofangreindir þættir voru leiðarstef okkar til að móta 21 metnaðargjörn markmið sem nást eiga árið 2020:

 • Draga úr losun gróðurhúsaáhrifa frá starfsstöðvum okkar og aðfangakeðju um helming
 • Minnka notkun á vatni um 20% á þeim svæðum þar sem vatnsskortur er vandamál
 • 90% af úrgangi frá byggingum Dell á ekki að fara í landfyllingar
 • Allar byggingar á vegum Dell eiga að taka þátt í verkefnum á sviði sjálfbærrar þróunar
 • Gegnsæi á öllum sviðum aðfangakeðjum Dell og lágmörkun áhættu 
 • Allar umbúðir eiga að vera úr endurunnum efnum
 • Draga á úr orkunotkun um 80%
 • Nota á 22 milljón tonn af endurunnu plasti og öðrum umhverfisvænni umbúðum fyrir vörur fyrirtækisins 
 • Allar umbúðir fyrir Dell vörur skulu vera endurvinnanlegar eða nýtanlegar fyrir safnhauga
 • Hætta að nota hráefni sem eru slæmar fyrir umhverfið þegar aðrir kostir eru í boði
 • Endurheimta tæplega hálfan milljarð tonna af notuðum raftækjum
 • Draga fram og mæla umhverfislegan ávinning af lausnum Dell

 Samfélagið

 • 75% af starfsfólki Dell starfi í samfélagsþjónustu og leggi til 5 milljón klukkustundir í störf fyrir þau samfélög sem fyrirtækið starfar í 
 • Við nýtum sérþekkingu og tækniþekkingu okkar til að aðstoða beint þrjú milljón ungmenni í samfélögum sem eiga undir högg að sækja. Að auki bætum við líf og tilveru 10 milljón manna óbeint 

Fólk

 • Efla þáttöku starfsfólks í verkefnum hjá Dell sem tengjast sjálfbærri þróun í leiðtogaprógrammi fyrirtækisins
 • 40% af starfsfólki Dell á að starfa að verkefnum sem tengjast sjálfbærni árið 2020
 • Á heimsvísu á helmingur starfsfólks Dell að vinna sveigjanlegan vinnutíma
 • Fjórðungur af nýráðnu starfsfólki á að koma úr háskólum
 • Fá viðurkenningu sem fyrirmyndar vinnuveitandi
 • Fá 75% ánægju úr könnun á ánægju starfsfólks hjá Dell

Við sjáum þegar árangur af þessu starfi og er Dell af mörgum talið í fremstu röð í umhverfismálum. 

Fylgjst má með framkvæmd 2020 Legacy of Good áætluninni á vef Dell eða með því að fylgjast með Twitter: @dell4good eða #LegacyofGood

 

Myndbönd um Legacy of Good áætlunina

  

 

 

TIL BAKA Í EFNISVEITU