29.9.2015 | Blogg

Heildarlausn fyrir umsjón og rekstur fasteigna

advania colors line
Starfsemi Advania er fjölbreytt og það eru í raun fá svið atvinnulífisins sem við komum ekki nálægt. Fáir vita til dæmis að við hjá Advania leggur fjölmörgum fasteignafélögum til hugbúnað sem einfaldar verulega rekstur þeirra og starfsemi. 

Eignaumsjónarkerfi fyrir Dynamics AX 

PMAx eignaumsjónakerfið er skrifað fyrir Dynamics AX viðskiptahugbúnaðinn og er í notkun hjá um 50 fyrirtækjum sem starfa á sviði leigu og umsjón fasteigna. Notkunin á kerfinu er mest í Noregi en þar er það notað til að halda utan um 13 milljónir fermetra af fasteignum. Utan Noregs eru ungversk, dönsk og sænsk fyrirtæki að reka um 850 þúsund fermetra með PMAx. Alls eru um 1.200 notendur að PMAx kerfinu þannig að umfangið er mikið.  Á meðal fyrirtækja sem nýta PMAx í starfsemi sinni eru BellaCenter i Danmörku, Storbrand, Norgani hótelin og SpareBank 1.  

Heilinn í rekstrinum

Einn af viðskiptavinum Advania sem nýtir PMAx fasteignakerfið er Kaare Berg í Noregi. Fyrirtækið rekur sögu sína til 1967 þegar hönnuðurinn Kaare Berg keypti lagerpláss fyrir starfsemi sína. Nú á fyrirtækið og rekur, safn af fasteignum upp á  rúmlega 140 þúsund fermetra. Í eignasafni Kaare Berg eru 1.000 íbúðir og 500 einingar af atvinnuhúsnæði. Eignir fyrirtækisins eru staðsettar í Osló, Bergen, Sarpsborg, Skien, Lorenskog, Moss og Gjövik. Á meðal þeirrar starfsemi sem er hýst í fasteignum Kaare Berg eru skrifstofur, skólar og iðnaður.

PMAx býður upp á eftirfarandi virkni: 

  • Stýring og umsjón fasteigna
  • Útreikning á húsaleigu
  • Innheimta
  • Uppgjör
  • Kostnaðarútreikningar
  • Reikningagerð
  • Bókhald
  • Rekstur
  • Greiðslur
  • Viðhald fasteigna

PMAx eignaumsjónarkerfið frá Advania er í raun heilinn í starfsemi fyrirtækisins að sögn Dag Sten framkvæmdastjóra Kaare Berg „PMAx kerfið tryggir að við höldum yfirsýn á öllum sviðum, þar sjáum við til dæmis allar einingar sem eru lausar til leigu. Í einni og sömu lausninni getum við leyst öll okkar rekstrarmál. Kerfið er innbyrðis samhæft og inniheldur alla nauðsynlega virkni sem við þurfum. Þetta eru ástæðurnar  fyrir því að við höfum notað PMAx kerfið og forvera þess í 15 ár. Stjórnendur hafa litla sem enga þörf fyrir að fara í önnur kerfi en PMAx til að nálgast þær upplýsingar sem þeir þurfa í störfum sínum,“ segir Dag Sten. 

Forgangsverkefni sem leyst eru með PMAX

Stjórn á hvaða samningar eru að renna út og útsendingar á endurnýjun á samningum er dæmi um verkefni sem þarf að sinna við eignaumsjón.  Stjórnendur þurfa einnig yfirsýn yfir hvaða íbúðir og eignir eru lausar til útleigu á hverjum tíma til að hámarka nýtingu eignasafnsins. 

Þróun kerfisins

Árið 2001 keypti Kaare Berg Ecolive hugbúnaðinn sem er forveri PMAx. Ástæðan fyrir valinu var þar fannst lausn sem tryggði að fyrirtækið þurfti ekki að kaupa neinn annan hugbúnað fyrir sinn rekstur. Síðan þá hefur Advania tekið við framþróun kerfisins „Ástæðan fyrir því að við höfum haldið áfram að nota PMAx er að Advania er stöðugt að betrumbæta kerfið og gera það notendavænna,“ segir Dag Sten.

Samhæfing við annan hugbúnað

Dag Sten leggur áherslu á tengingar við Microsoft Office og tengingar við CRM kerfi þegar hann talar um þær uppfærslur á kerfinu sem skipta hann miklu.

„Stöðug þróun á kerfinu og samvinnan um Advania sannfærir okkur um að fyrirtækið okkar getur vaxið og dafnað með því,“ segir Dag og mælir með PMAx við önnur fasteignafélög. 

Klæðskerasaumað viðmót

Pmax kerfið færir notendum það mikið af upplýsingum að það getur virkað yfirþyrmandi þegar kerfið er opnað í fyrsta sinn.  „Sjálfum finnst mér kerfið virka mjög vel, ég er ekkert fyrir að loka hlutum þar. En kerfið leyfir raunar hverjum og einum notenda að búa til sínar eigin flýtileiðir og þannig geta menn séraðlagað kerfið að sínum þörfum.“

En hversu mikilvægt er PMAx fyrir Kaare Berg? Dag Sten svarar því þannig: „Án PMAx myndi ekki líða langur tími áður en starfsemin stöðvaðist. Ef ég ætti að mæla þýðingu PMAx fyrir reksturinn hjá okkur á skalanum 1 til 10 fær kerfið tvímælalaust 10 í einkunn.“

 

TIL BAKA Í EFNISVEITU