11.11.2015 | Blogg

Samfélagsmiðill atvinnulífsins

advania colors line

Facebook er langvinsælasti samfélagsmiðill heims enda eru þar í boði fjölmargir möguleikar í samskiptum fólks og fyrirtækja, og margir nota Facebook sem vettvang fyrir til að halda utan um starfsemi hópa og jafnvel verkefnavinnu. Atvinnulífið hefur nú fengið í hendurnar álíka öflugan miðil og Facebook til að halda utan um samskipti, vinskap og verkefni á vinnustöðum hvar sem þeir eru nú í veröldinni. Þessi miðill kallast Yammer og hluti af Office 365 frá Microsoft.

Dregið úr ofnotkun á tölvupósti
Þörfin er brýn. Samkvæmt skýrslu McKinsey, sem kallast The Social Economy, nota sérfræðingar helming tíma sinn í að meðhöndla tölvupóst, leita að upplýsingum innan fyrirtækisins eða finna samstarfsfólk sem getur aðstoðað við úrlausn verkefna. Yammer er hluti af Office 365 hugbúnaðarpakkanum og er eins og áður segir mjög áþekkt Facebook í allri virkni. Ávinningurinn af Yamer fyrst og fremst sá að það dregur úr ofnotkun tölvupósts og bætir innri samskipti hjá fyrirtækjum. Ólíkt því þegar almennir samfélagsmiðlar eru notaðir geta fyrirtæki verið viss um að gögn sem miðlað á Yammer eru þeirra eign.

Gögnin tilheyra fyrirtækinu
Fyrirtæki sem nýta sér þessa lausn fá uppsettan Yammer-vef fyrirtækisins, sem má ýmist setja upp þannig að hann sé einungis opinn fyrirtækinu og starfsfólki þess eða þannig að nýta megi Yammer samfélagsmiðilinn fyrir samskipti við birgja, viðskiptavini og samstarfsaðila . Yammer er mikið hugsaður út frá hópum og geta allir notendur stofnað hóp utan um verkefni, deildir eða einhver áhugamál. Notendur geta sótt um aðgang að ólíkum hópum eftir þörfum, en notendur tilheyra sjálfkrafa almennum hópi allra í fyrirtækinu. Hægt er að stofna lokaða hópa gerist þess þörf. Annars er best til að nota Yammer til að ýta undir frjáls og opin skoðanaskipti, og greið samskipti á milli samstarfsmanna. 

Dæmi um virkni í Yammer:

  • Merkja „tagga“ aðra notendur
  • Setja inn #hashtögg
  • Hlaða upp myndum og skjölum og deila þeim áfram
  • Setja upp skoðanakannanir
  • Hægt er að spjalla við aðra Yammer notendur
  • Nota má app fyrir iOS, Android og Windows síma
  • Auðvelt að búa til glósur og skjöl og vinna í þeim með samstarfsfólki 
  • Öflug leit er í Yammer

Skemmtilegasta virknin er auðvitað að hægt er að gefa samstarfsfólki hrós. Það er tilvalið að nota Yammer til þess!

 Kynningarmyndband um Yammer


TIL BAKA Í EFNISVEITU