18.11.2015 | Blogg

Vefumsjónarkerfi í þróun í tvo áratugi

advania colors line

LiSA vefumsjónarkerfið hefur verið í stöðugri þróun frá árinu 1997 og er núverandi kerfi í sjöttu útgáfu. LiSA er þegar í notkun hjá hundruðum stofnanna og fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum.

Mörg vefsvæði í sama kerfinu
LiSA er seld í almennri útgáfu með öllum helstu grunneiningum kerfisins, svo sem ritli, fréttakerfi, listahlut, skoðanakannanir, myndbands afspilunarkerfi, flipakerfi, myndagalleríi og aðgangsstýringakerfi. Til viðbótar er mögulegt að kaupa einingar eins og vefverslun, forritunaraðgengi, bókunarkerfi, Sharepoint tengingar og námsskeiðakerfi. Möguleiki er að setja upp mörg vefsvæði í sama kerfinu.

Sveigjanlegt og tengist upplýsingakerfum
LiSA byggir á Microsoft rekstrarumhverfi og keyrir á Windows stýrikerfinu, notar IIS og MS SQL gagnagrunn. LiSA vefumsjónarkerfið er afar sveigjanlegt og hefur verið notað við að tengjast öðrum upplýsingakerfum og miðla á innri og ytri vefjum. LiSA keyrir í öllum helstu vöfrum.
Bæta má við nýrri virkni við kerfið með því að forrita nýjar .NET stýrieiningar eða einingar sem keyra á vefþjóni. LiSA veitir aðgang að tæknilegu viðmóti, API  sem gerir kleift að tengjast LiSU kerfinu í gegnum forritunaraðgengi.

LiSA vefumsjónarkerfið er afar sveigjanlegt og hefur verið notað við samþættingu á kerfum t.a.m. starfsmannakerfi (Focal), skjalavinnslukerfi (MS SharePoint), ActiveDirectory, launakerfi (H-laun), Exchange, Axapta, Navision, DK, tímaskráningakerfi svo eitthvað sé nefnt.

Öflugur notendahópur
LiSA hugbúnaðinn er hægt að hýsa í hefðbundnu Microsoft hýsingarumhverfi. Viðskiptavinir geta því hýst sjálfir eða hjá öllum helstu þjónustuaðilum í vefhýsingu. 
Þar sem LiSA hefur mjög öflugan og kröfuharðan viðskiptavinahóp er mikið lagt í þróun nýjunga. Dæmi um nýjungar eru t.d endurbætt leitarvirkni þar sem flokkun niðurstaðna ásamt beygingarmyndum leitarorða, fullur stuðningur við ASP.NET MVC sem gerir smíði á viðbótum og sérvirkni mun einfaldari en áður og samhæfing við Microsoft Azure skýjalausnina.

Verið er að vinna í endurhönnun á viðmóti kerfisins sem gerir notendum enn auðveldara að viðhalda efni vefsins ásamt þeim gögnum sem liggja þar á bakvið. Ennþá meiri fókus á félagslega (e. Social) virkni, sérstaklega fyrir innrivefi fyrirtækja.

Ávinningur af notkun LiSA
Full stjórn á frumkóða kerfisins ásamt virkni kerfisins, þar sem við búum yfir áratugalangri þekkingu á kerfinu og getum því brugðist hratt við verði rof þar á. Viðbætur og sérvirkni eru í stjórnuðu umhverfi sem hefur takmarkaðan aðgang að auðlindum kerfisins og því erfitt  að gera e-ð sem brýtur öryggi kerfisins.
Tryggt er að þær einingar sem gerðar eru fyrir kerfið virki áfram í nýrri útgáfu kerfisins og auðvelt sé að uppfæra þær með kerfinu sjálfu.

Kerfið uppsett og stillt af með tilliti til öryggis af sérfræðingum frá okkur auk þess sem gerðar eru reglulega öryggisúttektir af þriðja aðila.  Gerðir eru þjónustu og uppfærslusamningar sem tryggja að hægt sé að kalla til aðila til að þjónusta, veita ráðgjöf eða uppfæra kerfið verði einhver misbrestur á.

TIL BAKA Í EFNISVEITU