6.1.2016 | Blogg

Stafræna byltingin er rétt að byrja

advania colors line

Árið 2015 hefur sannarlega verið viðburðarríkt fyrir bæði okkur hér hjá Advania og hjá viðskiptavinum okkar. Þetta á svo sannarlega við hjá undirrituðum en í byrjun október tók ég við annasömu og skemmtilegu starfi forstjóra Advania á Íslandi. Undanfarnar vikur hef ég átt fjölda funda með viðskiptavinum okkar víða að úr atvinnulífinu en það sem ég tek helst með mér úr þeim samtölum er sú mikla áhersla sem stjórnendur leggja á hagnýtingu upplýsingatækni sem lykilþáttar í því hvernig þeim takist að ná markmiðum sínum. 

Ávinningur með upplýsingatækni

Það er einmitt verkefni okkar hjá Advania að aðstoða viðskiptavini okkar að nýta upplýsingatæknina sem best og hjálpa þeim þannig að ná árangri. Það er alkunna að heimur upplýsingatækninnar er á fleygiferð og að mörgu að hyggja og nauðsynlegt að geta leitað til sérfræðinga sem okkar til að kynnast því sem efst er á baugi hverju sinni. Við höfum styrkt stöðu okkar með ýmsum hætti á árinu og höfum unnið þétt við hlið okkar viðskiptavina í afar fjölbreyttum verkefnum. Það var því mikið gleðiefni þegar í hóp okkar sérfræðinga bættist við einvala lið starfsfólks Tölvumiðlunar, þar hitta þau fyrir fjölda sérfræðinga á sviði mannauðslausna og saman munum við bjóða fyrsta flokks lausnir fyrir íslensk fyrirtæki og stofnanir. 

Annað sem stóð upp úr á árinu var vaxandi samstarf við systurfélög okkar í Svíþjóð og Noregi. Það samstarf hefur gefið bæði þeim og okkur alveg heilmikið. Við leggjum mikla áherslu á nýta okkur sérþekkingu hvors annars, óháð landamærum. Það bættist líka í sérfræðingahópinn á nýliðnu ári þegar sérsveit Microsoft sérfræðinga hjá Knowledge Factory bættist í raðir Advania í Svíþjóð.  

Við höfum lagt mikla áherslu á að þróa vöruframboð okkar í skýjalausnum og mæta þar með kröfum markaðarins um aukinn hraða, betri þjónustu og lægri verð.  Hæst ber þar að við vorum valin af Microsoft, úr stórum hópi erlendra og innlendra fyrirtækja, til að bjóða upp á á og þróa framsækið vöruframboð í skýjalausnum byggðum á tækni frá Microsoft.  Í kjölfarið vorum við valin samstarfsaðili ársins hjá Microsoft á Íslandi. Við erum stolt af þessum árangri og hlökkum til að þróa samstarf okkar og Microsoft áfram. 

Eftirminnileg haustráðstefna með nýju sniði

Á árinu 2015 héldum við áfram þeirri  þekkingarmiðlun sem lengi hefur verið hornsteinn í starfsemi Advania. Eftirminnileg Haustráðstefna Advania var haldin með nýju sniði þann 4. september og hana sóttu rúmlega eitt þúsund manns. Á ráðstefnunni bar hæst geimferðir til fjarlægra hnatta, gervifót sem stýra má með hugarorku, sjálfkeyrandi bílar, tölvur sem læra og frumkvöðlastarf margskonar. Margt sem einu sinni var spennnandi að lesa um í vísindaskáldsögu er nú orðinn raunveruleiki og kynnt á ráðstefnunni. Það var alveg hreint magnað að sjá þessa tækni kynnta í smekkfullum Eldborgarsal.

Þúsundir á mögnuðum morgunverðarfundum

Á árinu héldum við 24 morgunverðarfundi þar sem þúsundir manna sóttu okkur heim og byrjuðu daginn með staðgóðum morgunmat og fróðleik um málefni tengd upplýsingatækni. Mest sótti fundurinn á árinu var haldinn í desemberbyrjun en á honum voru um 300 manns sem hlýddu á erindi um þjónustu og hvaða hlutverk upplýsingatæknin leikur þar. Í kjölfarið höfum við fylgt eftir mörgum áhugaverðum verkefnum sem spruttu fram eftir fundinn enda er að okkar mati upplýsingatækni til stuðnings afburða þjónustu það atriði sem er hvað mest vaxandi í heiminum í dag og virkilega spennandi að fylgja því eftir næstu misserin.  Á Youtube rás Advania er hægt að finna upptökur frá viðburðum Advania auk viðtala og annars fræðsluefnis. Um100 myndbönd voru gefin þar út á árinu 2015.

Advania bloggið í sókn

Við gáfum út 46 færslur á Advania blogginu sem voru lesnar af rúmlega 25 þúsund manns.

Við stefnum ótrauð í skýin

Á árinu munum við hjá Advania þróa áfram skýjalausnir og efla enn frekar þann þátt starfsemi okkar sem lítur að því að veita viðskiptavinum okkar virðisaukandi ráðgjöf á sviði upplýsingatækni. Við ráðum yfir fjölbreyttu lausnasafni og munum gera okkar viðskiptavinum kleift að tengjast öllum helstu þjónustuveitum okkar á netinu og veita jafnframt aðgang að öflugum skýjalausnum Advania.

Framtíðin er óráðin og spennandi

Það eru svo sannarlega krefjandi og spennandi tímar framundan.  Hið virta ráðgjafafyrirtækið IDC segir í nýrri spá að árið 2017 renni rúmur helmingur útgjalda í upplýsingatækni til skýjalausna, „mobile“ tækni og viðskiptagreindar. IDC sér fyrir sér að á næstu þremur til fimm árum muni flest fyrirtæki umbreyta starfsemi sinni þannig að hún byggi að mestu á rafrænum samskiptum og viðskiptum. 

Fyrirtækið spáir því einnig að almennir stjórnendur muni í sívaxandi mæli taka ákvarðanir um útgjöld og áherslur í upplýsingatækni og rímar það vel við það sem við hjá Advania upplifum nú þegar. Fleira má tína til í framtíðarspám IDC sem mun skipta okkur öll miklu á næstu árum en IDC sér fyrir sér að á árinu 2018 verði staðan nokkurn vegin svona: 

  • Fyrirtæki munu úthýsa flestum kerfum og lausnum og þá muni þriðjungur fagfólks í upplýsingatækni starfa hjá sérhæfðum upplýsingatæknifyrirtækjum
  • Þriðjungur útgjalda til upplýsingatækni verður helgaður því að búa til tekjur af sölu á lausnum og þjónustu á netinu 
  • Fimmtungur starfsmanna mun nýta gervigreind til að hjálpa sér til að taka ákvarðanir eða leysa verkefni
  • 22 milljarður tækja verður tengdur við netið og mun fjöldi appa og þjónusta á netinu verða í boði til að nýta þessa tækni

Ef við horfum okkur síðan enn nær má velta fyrir sér ályktun atvinnumálaráðuneytis Bandaríkjanna sem nefnir að 65% af börnum á grunnskólaaldri í dag muni starfa við störf sem ekki hafa verið fundin upp í dag.

Við hjá Advania hlökkum til að takast á við stafræna framtíð í nánu samstarfi við viðskiptavini okkar. Þeim og landsmönnum öllum óska ég gleðilegs nýs árs. 

TIL BAKA Í EFNISVEITU