16.2.2016 | Blogg

Gæddu gögnin lífi

advania colors line

Allan daginn erum við að skoða gögn hvort sem það er í símanum, spjaldtölvunni, fartölvunni og jafnvel í borðtölvunni fyrir þá sem enn eiga svoleiðis græju.

Flest okkar nýta gögn að einhverjum hluta í vinnunni og þá við að koma á framfæri hvernig gengur í einstökum deildum eða í fyrirtækinu í heild sinni. 

Auðveldur aðgangur að Power BI í leik og starfi

Microsoft býður nú verkfæri sem auðveldar okkur að sækja þessi gögn og breyta þeim í upplýsingar. Með útkomu Power BI hafa hlutirnir breyst stórkostlega. Það kostar ekkert að skrá sig og hægt er að byrja strax á að útbúa og deila upplýsingum sem áður hafa einungis verið sett fram á pappir eða í Excel skjölum.

Power BI samanstendur af þremur einingum, ein er fyrir far- og borðtölvur (Power BI Desktop), önnur er fyrir snjallsímann (Power BI Mobile) og þriðja er fyrir vafra (Power BI Web App). Þar með hringnum lokað, þú getur útbúið og sett allar þær upplýsingar sem þú vilt hvar sem er á hvaða tæki sem er.

En gleymum vinnunni í smá stund. Hvernig getur þú notað Power BI fyrir áhugamálin?

Karfan

Skoðum gögn sem nýtast okkar við að skara framúr í okkar eigin áhugamálum? Sjálfur hef ég mikinn áhuga á körfubolta bæði þeim íslenska og þeim bandaríska. Steven Curry er maðurinn í dag og er í liði sem bróðir minn hefur mætur á sem er Golden State Warriors. Væri ekki gaman að geta séð hversu góður hann er? Hvar er hann að skjóta og hvar hittir hann best? Jú látum gögnin bara tala:Laxveiðin

Nýlega fékk ég nasaþefinn af laxveiði þegar hópur innan Advania fór Ytri-Rangá að veiða í nokkra dag. En hvað gerir maður þegar maður kann ekkert að veiða? Jú, það fyrsta er að kaupa eða útvega sér allar réttu græjurnar, vöðlur, jakka, húfu og hanska. Þegar frændi hefur látið mann hafa 14 feta tvíhendu með „loop“ hjóli þá verður maður að geta staðið við stóru orðin og veitt eitthvað. En hvaða flugu á maður nota? Er sama flugan notuð allstaðar? Hvaða svæði er betra en annað? Hægt er að reyna að fá þetta út úr veiðimönnum sem hafa stundað tiltekna veiðistaði. En hvað ef einhver ætti Excel skjal þar sem þetta væri allt saman skráð? Hvað ef hægt væri að kíkja bara inn á vef veiðistofnunnar og sækja upplýsingar? Myndi það ekki toppa ferðina að mæta með greiningu í símanum sem sýndi nákvæmlega hvað ætti að veiða á og á hvaða veiðisvæði?

Þetta gerði ég og fyrir vikið veiddi ég manna mest í ferðinni. Afraksturinn er hér að neðan. 
 
 

 

Vefurinn 

Í dag eru langflestar heimasíður tengdar við Google Analytics og þar er hægt að fá ýmiskonar upplýsingar um umferð á viðkomandi heimasíðu. Þessar upplýsingar geturðu fengið með því að smella á hnapp í Power BI sem tengir þig við heimasíðuna þína og þá færðu svona pakka til baka. Algjör snilld

 
 

Ferðalagið

Síðasta dæmi sem ég vil taka er að ég er á leiðinni til London og því er gott að vita hvar og hvenær sé öruggast að keyra. Hér getur þú séð ítarlega greiningu á slysum sem eiga sér stað á hraðbrautinni umhverfis stórborgina. 

TIL BAKA Í EFNISVEITU