1.7.2016 | Fréttir

Skref inn í nýjan heim

advania colors line

HAUSTRÁÐSTEFNA ADVANIA 2016

 • Advania heldur hina árlegu Haustráðstefnu í 22. sinn þann 9. september í Hörpu
 • Fyrri hluta dags verður boðið upp á þrjár fróðlegar fyrirlestralínur með 18 fyrirlestrum en seinni hluta ráðstefnunnar veður boðið upp á glæsilega dagskrá í Eldborgarsal
 • Alls verða 28 atriði á dagskrá ráðstefnunnar

FYRIRLESARAR Í FREMSTU RÖÐ

Alls verða 28 fyrirlestrar í boði á Haustráðstefnu Advania, og munu fyrirlesarar í fremstu röð miðla framtíðarsýn sinni og þekkingu. Á ráðstefnunni verða erindi frá fyrirtækjum og stofnunum á borð við Google, Facebook, Dell, Microsoft, Cisco, Blockchain, Samsung, Citrix, Arrow, Veracode, KPMG, Hewlett Packard, RSA, Trend Micro, RVX, Knowledge Factory, SecureWork, Valka, Mint, Controlant, Rafnar, Trappa og Breakroom.

ÞRJÁR LÍNUR OG GLÆSILEG DAGSKRÁ FYRIR ALLA
Í ár munum við aftur bjóða upp á þrjár þemalínur sem hver um sig inniheldur sex fyrirlestra: Tækni og öryggi, Nýsköpun og Stjórnun. Allir ættu að geta fundið sér fyrirlestra við hæfi, enda víða komið við. Auk þessa munu sérfyrirlestrar vera í boði samhliða þar sem gestir geta kynnt sér ýmsar tækninýjungar.

Síðar um daginn verður svo glæsileg dagskrá í Eldborg fyrir alla ráðstefnugesti.

 • Daði Einarsson frá RVX fjallar um sýndarveruleika
 • Mark Minasi talar um ávinninginn og áskoranirnar sem tengjast auknu vægi skýsins í daglegu lífi
 • Jennie Cho Magiera frá Google talar um þróun menntamála á upplýsingaöld
 • Trend Micro skýrir frá nýjungum í öryggismálum þegar kemur að samskiptum og viðskiptum á stafrænu formi
 • Glæsilegt lokahóf verður haldið í boði Dell

HAUSTRÁÐSTEFNA ADVANIA HEFUR FEST SIG Í SESSI

Samanlagt hafa um 16 þúsund gestir sótt ráðstefnuna frá upphafi og nú undanfarin ár hafa ráðstefnugestir verið um og yfir eitt þúsund talsins. Alls hafa um 850 fyrirlestrar verið haldnir á þessum ráðstefnum. Haustráðstefna Advania er stærsti viðburður ársins í upplýsingatækni hér á landi og jafnframt ein elsta árlega tækniráðstefna í Evrópu.

SPENNANDI SÝNINGARSVÆÐI OG ÓTAL TÆKIFÆRI TENGSLAMYNDUNAR

Á ráðstefnunni verður glæsilegt sýningarsvæði þar sem leiðandi fyrirtæki í upplýsingatækni gefa gestum tækifæri til að prófa eigin lausnir. Ráðstefnugestir hafa mikil tækifæri til tengslamyndunar á sýningarsvæðinu og í glæsilegu kokteilpartíi sem haldið verður í boði Dell eftir ráðstefnuna.

STAÐUR OG STUND
Haustráðstefna Advania er haldin í Hörpu föstudaginn 9. september næstkomandi. Sérstakt forkaupsverð gildir til og með 31. ágúst, auk þess sem fyrirtæki fá miða fyrir 5 eða fleiri á sérkjörum.

Skráning á ráðstefnuna

 • Verð á ráðstefnuna: 49.900 kr. 
 • Skráning fyrir 31. ágúst: 36.900 kr.
 • Fyrirtæki sem skrá marga starfsmenn njóta sérkjara:
  • 5 eða fleiri 34.900 kr. 
  • 10 eða fleiri greiða 29.900 kr.
 • Innifalið í verði er aðgangur að öllum fyrirlestrum, veitingar og glæsilegt lokahóf.
Hægt er að skrá sig á ráðstefnuna á Haustráðstefnuvef AdvaniaTIL BAKA Í EFNISVEITU