6.10.2016 | Blogg

DELL mætir öllum þínum þörfum

advania colors line

Á síðustu árum hefur orðið gríðarleg tækniþróun og aldrei nokkurn tímann höfum við haft úr eins mörgum kostum að velja þegar kemur að tölvubúnaði. En allir þessir möguleikar geta skapað ákveðið flækjustig því samhliða auknu úrvali má búast við að kröfur neytenda aukist.

Fyrirtæki eru af öllum stærðum og gerðum og innan þeirra eru ólíkir hópar starfsfólks sem gera mismunandi kröfur til tölvubúnaðar. Sumir starfsmenn sitja allan daginn við sömu vinnustöðina á meðan aðrir eru sífellt á ferðinni og þurfa að geta tekið tæknina með sér. 

Þegar kemur að búnaðarkaupum eru stjórnendur fyrirtækja undir stöðugri pressu. Þeir þurfa að velja rétta tölvubúnaðinn fyrir starfsfólk en um leið halda sig innan kostnaðaráætlunar. Í heimi þar sem framboð ólíkra tölva er nær takmarkalaust er ekki skrítið að sumum finnist það ærið verkefni að velja réttu tölvuna. 

Rétt tækni fyrir rétta fólkið

Fyrsta skref stjórnenda er að þekkja starfsfólk sitt, þarfir þeirra og áskoranir í starfi. Með þetta að leiðarljósi ákváðum við að ráðast í það að einfalda fyrirtækjum þessa greiningu. 

Við skilgreindum fimm flokka starfsfólks og létum þarfir hvers hóps ráðast af starfstegund og -umhverfi. Sérfræðingar Advania hafa svo valið ákveðna tegund tölvu sem uppfyllir þarfir viðkomandi flokks sem og aukahluti sem gætu hentað starfi viðkomandi aðila. Advania veitir sérstakan afslátt af þessum tölvum en samhliða tölvukaupum geta viðskiptavinir aukið ávinning sinn og keypt aukahluti á afslætti. 

Til að einfalda aðgengi ákváðum við að setja upp svæði á vefverslun Advania þar sem við höfum tekið saman búnað sem gæti átt sérlega vel við fólk í ólíkum hlutverkum.

 

Þar sem vinnan á sér stað

Þeir sem verja stórum hluta dagsins við skrifborð en þurfa reglulega að taka tölvuna með sér á fundi þurfa meðfærilega tölvu sem er búin fjölbreyttum tengimöguleikum. Þessir starfsmenn þurfa t.d. að geta tengst skjávörpum á fundum en svo verið snöggir að koma sér tölvunni í samband við skjáinn, músina og lyklaborðið sem bíður þeirra við skrifborð.

DELL Latitude fartölvur eru sniðnar fyrir þennan flokk starfsmanna. Þær eru sterkbyggðar, búnar fjölbreyttum tengimöguleikum og hægt er að leggja þær í tengikví. 

 

Fyrir stílhrein skrifborð 

Þegar kemur að starfsmönnum sem verja öllum vinnudeginum við skrifborð skiptir sérstaklega miklu máli að huga að vinnuvistfræði til að draga úr álagi á líkama starfsfólks. Vinnslugeta tölvunnar þarf að hæfa almennri tölvuvinnslu og það er mikill kostur að hámarka nýtingu borðplássins með því að nota búnað sem tekur lítið pláss. 

Hægt er að fá DELL OptiPlex tölvu sem er svo fyrirferðarlítil að hægt er að hengja hana aftan á tölvuskjáinn. Frábær tölva fyrir þá sem vilja hámarka nýtingu skrifborðsins án þess að fórnum gæðum. 

 

Fyrir fólk á ferðinni

Þeir sem verja stærstum hluta starfsdagsins á ferðinni og eru jafnvel mikið í ferðalögum heimshorna á milli þurfa léttar tölvur. Í mörgum tilfellum er þarna um að ræða stjórnendur eða sölumenn sem þurfa reglulega að heimsækja viðskiptavini. Þetta eru aðilar sem oft gera kröfur um að búnaður sé meðfærilegur og fallegur ásýndar. 

DELL XPS 13 er margverðlaunuð vél sem fólk tekur eftir. Búin 13“ skjá en tölvan er þó á stærð við 11“ tölvur, enda unnu hönnuðir þessarar stórvirki sem aðrir framleiðendur hafa ekki leikið eftir þegar þetta er skrifað. 

 

Mikil afköst kalla á öfluga vél 

Starfsfólk í fjölmörgum starfsgreinum þarf öflugri tölvubúnað en gengur og gerist. Hér erum við að tala um fólk sem ver vinnudeginum við þunga tölvuvinnslu á borð við myndvinnslu, forritun og þrívdíddarteikningu. Hér skiptir máli að búnaðurinn sé búinn allra nýjustu tækni og að umgjörð hans hafi pláss fyrir frekari viðbætur eftir því sem tækninni fleygir fram.

DELL Precision línan er sniðin að þörfum þungvinnslunotenda og er ætlað að hámarka afköst þeirra.

 

Hörkutól fyrir erfiðar aðstæður

Hefðbundinn tölvubúnaður hentar ekki öllum starfsumhverfum því stundum eru aðstæður harðgerðari og þá þarf búnaðurinn að þola enn meira en gengur og gerist við skrifborðið. Hér erum við að tala um fólk sem starfar í sjávarútvegi (á sjó og landi), lagerrýmum, vinnuflokkum, vinnuvélum og byggingariðnaði svo eitthvað sé nefnt.

DELL Rugged línan er búin harðgerðum tölvum sem eru hannaðar til að þola öfgafyllstu aðstæður. Þær eru höggvarðar, vatnsþolnar og þola vel að dúsa úti yfir vetrartímann eða inni í rjúkandi hita. 

 

Hugmyndafræði sem skilar árangri

Þessi þjónusta okkar byggir á hugmyndafræði DELL um framtíðarvinnustaði en fyrirtækið hefur varið miklum tíma í að rannsaka kröfur fyrirtækja og þarfir starfsfólks þess. 

DELL er einn stærsti tölvuframleiðandi heims með um 15% markaðshlutdeild og hefur aukið sölu sína út á markað um 3,1% m.v. sama ársfjórðung í fyrra, skv. greiningu ráðgjafafyrirtækisins Gartners sem telur að fjölbreytni vöruframboðs DELL sé veigamikill þáttur í þessum árangri.

 

Betri þjónusta, betri kjör

Ástæða þess að við réðumst í þetta verkefni hjá Advania er við vildum bæta þjónustu okkar við viðskiptavini enn frekar og gera þeim kleift að velja rétta tækni fyrir rétta fólkið á einfaldari máta en áður. Með því að gera fólki fært að ganga frá kaupum á vefnum getum við boðið búnaðinn á enn betra verði og við vonum að þessi nýja þjónusta falli í kramið hjá viðskiptavinum. 

Láttu okkur einfalda tölvukaupin, og kynntu þér kosti DELL.

 
TIL BAKA Í EFNISVEITU