300 manns á Oracle notendaráðstefnu Advania

Það var margt um manninn á Oracle notendaráðstefnu Advania 2016 þann 11. nóvember síðastliðinn, en þangað mættu um 300 gestir til að hlýða á fjölbreytta og áhugaverða fyrirlestra um allt það sem mestu máli skiptir í heimi Oracle. Ráðstefnugestir fengu jafnframt stutta kennslu í jakkafatajóga og svo steig sjálfur Laddi upp á svið og kitlaði hláturtaugar viðstaddra áður en ráðstefnulokum var fagnað í glæsilegu hófi.
Lög um opinber fjármál og áhrif þeirra innan Orra voru nokkuð til umfjöllunar á ráðstefnunni í ár, en því til viðbótar voru mörg fjölbreytt erindi í boði:
- Mindful Leadership, Dr. Þórður Víkingur Friðgeirsson, verkfræðingur og lektor við Háskólann í Reykjavík
- Lög um opinber fjármál (LOF), Ingþór Karl Eiríksson, fjársýslustjóri, Fjársýsla ríkisins
- Oracle Hyperion Planning and Budgeting Applications, Gevorg Abrahamian, Director, EPM Product Management, Oracle Development
- Breyttur ríkisreikningur í tengslum við LOF - Þórir Ólafsson, forstöðumaður uppgjörssviðs Fjársýslu ríkisins
- Breytt verklag í eignahluta Orra vegna LOF - Jóhann Halldórsson, uppgjörssvið Fjársýslu ríkisins
- Big Data / Open Data - Dr. Þórhildur Hansdóttir Jetzek
- Tengslanet Orra - Þröstur Þór Fanngeirsson, Advania
- Rafmagnaðir reikningar - Gestur Traustason, Advania
- Rýnt í Orra - Albert Ólafsson, Ríkisendurskoðun