24.11.2016 | Blogg

Sjón er sögu ríkari: Dell XPS

advania colors line
Það má með sanni segja að XPS 13 og XPS 15 fartölvurnar frá Dell séu hannaðar til að skara fram úr. Í tölvurnar notar Dell nýjustu tækni og bestu efni sem völ er á og það kemur því ekki á óvart að útkoman er ein flottasta og besta fartölvan á markaðinum í dag. Vélin er örþunn, ótrúlega meðfærileg og það er nánast enginn rammi utan um skjáinn.
 

13“ skjár í 11“ fartölvu

Þegar tölvan er opnuð er skjárinn það fyrsta sem fangar athyglina. XPS er búin InfintyEdge tækni sem skilar örþunnum skjáramma utan um skjáinn. Í tilfelli XPS 13 hefur Dell því tekist að koma 13“ skjá í fartölvuramma sem er á stærð við 11“ fartölvu en það er m.a. vegna þess að skjáramminn er einungis 5,2 mm á breidd. Vélin er fáanleg með UltraSharp QHD+ skjá með 3200 x 1800 upplausn sem gæðir allt myndefni lífi og skilar framúrskarandi myndgæðum og nákvæmni.

Smíði úr hágæða efnum

Dell einsetti sér að nota aðeins hágæða efni við smíði á XPS tölvunum. Ytra byrði þeirra er skorið úr heilum álkubbum með hárfínni nákvæmni sem gerir það að verkum að vélarnar eru bæði fallegar, stílhreinar og sterkbyggðar. Að innanverðu er koltrefjaplata (e. carbon fiber) sem hefur sambærilegan styrkleika og ál en lágmarkar hitabreytingar við lyklaborðið.

Það besta úr báðum heimum

XPS vélin er ekki aðeins flott og meðfærileg heldur er einnig kraftmikill vélbúnaður undir húddinu. Viðskiptavinum stendur til boða að fá tölvurnar í nokkrum útfærslum en m.a. er hægt að fá þær með i7 Kaby Lake, nýjustu kynslóð örgjörva frá Intel, SSD disk og allt að 16GB vinnsluminni. Hér er um að ræða gríðarlegt afl í smágerðri vél, það besta úr báðum heimum.

Framúrskarandi rafhlöðuending

Rafhlöðuending tölva veltur að miklu leyti á því hvernig þær eru notaðar. XPS notendur sem vinna stöðugt í forritum á borð við Microsoft Excel eða Word geta náð rúmum 22 klukkutímum í vinnslu og notendur geta streymt myndefni í um 13 klukkutíma á fullri hleðslu*. Auk þess er hægt að lengja töluvert í endingartímanum með Dell Power Companion hleðslurafhlöðu sem fæst hjá okkur í Advania.

Nú í nýjum lit, Rose Gold

XPS er margverðlaunuð vél sem hefur meðal annars verið valin besta fartölvan á CES 2015 og besta fartölva ársins 2016 af Laptop Mag. XPS vélarnar eru til í tveimur litum, Silver og Rose Gold, og þær kosta frá 274.990 kr. Ég hvet lesendur til að koma við í verslunum Advania og skoða XPS nánar því sjón er svo sannarlega sögu ríkari.
 

Smelltu hér til að skoða Dell XPS í vefverslun Advania

[*] Upplýsingar um rafhlöðuendingu byggja á skýrslu Principled Technologies frá því í Október 2015. Smelltu hér til að skoða skýrsluna í heild sinni: http://www.principledtechnologies.com/Dell/XPS_13_9350_comparison_1015.pdf

TIL BAKA Í EFNISVEITU