14.6.2017 | Fréttir

Eimskip semur við Advania um rekstur tölvu- og upplýsingakerfa

advania colors line
Rekstur tölvu- og upplýsingakerfa Eimskips er nú í höndum Advania eftir undirritun samstarfssamnings sem kemur til með að skapa auka skilvirkni og hagkvæmni í upplýsingatæknirekstri Eimskips. Advania mun hér eftir bera ábyrgð á rekstri á miðlægu umhverfi Eimskips, útstöðvum starfsfólks fyrirtæksisins og netkerfum þess svo fátt eitt sé nefnt. 
 
„Við höfum unnið að úthýsingu á upplýsingatækniumhverfi okkar um árabil og erum sífellt að þróa þann hluta með það að markmiði að auka skilvirkni og færa viðskiptavinum Eimskips aukinn ávinning“ segir Kristján Þór Hallbjörnsson, forstöðumaður upplýsingatækni hjá Eimskip. „Við höfum góða reynslu af samstarfi með Advania en fyrirtækið hefur undanfarin ár séð um samþættingu upplýsingalausna hjá okkur“.
 
„Aukið samstarf Eimskips og Advania er okkur mikið ánægjuefni og við erum stolt af því trausti sem okkur er sýnt“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi. „Okkar markmið er að styrkja innviði Eimskips enn frekar og gera fyrirtækinu kleift að þjónusta viðskiptavini sína enn betur."
TIL BAKA Í EFNISVEITU