12.7.2017 | Fréttir

Advania Mobilepay smíðar lausn fyrir Scandlines HH Ferries Group

advania colors line

Scandlines HH Ferries Group, sem árlega flytur milljónir farþega yfir Eyrarsundið, hefur samið við Advania MobilePay um smíði og rekstur á alhliða farsímalausn fyrir viðskiptavini sem ferðast með ferjum félagsins milli Helsingjaeyrar í Danmörku og Helsingjaborgar í Svíþjóð

Fyrsta útgáfa af lausninni er þegar komin í notkun, en með henni geta viðskiptavinir HH Ferries keypt og framvísað farmiðum með snjallsímanum í stað þess að bíða í röð og kaupa þá upp á gamla mátann.  Einnig verður hægt að greiða fyrir ýmis konar vörur og þjónustu um borð, auk þess sem viðskiptavinir geta skráð sig í vildarklúbb og fengið þannig aðgang að tilboðum og ýmis konar afsláttum.  Lausnin gerir farþegum jafnframt kleift að nálgast upplýsingar um áætlun, brottfarartíma og ferðatíma sem byggður er á rauntímagögnum. 

Advania MobilePay er sjálfstætt félag í eigu Advania, Símans og annarra fjárfesta og hefur undanfarin misseri unnið að þróun almennrar greiðslulausnar fyrir farsíma. Lausnin gerir verslunum og söluaðilum kleift að taka við greiðslum með öllum helstu greiðsluleiðum hvort sem um er að ræða kredit- eða debitkort, beingreiðslur af reikningum eða fyrirframgreidd kort eða reikninga.  Söluaðilar geta jafnframt boðið viðskiptavinum rafrænar kvittanir, aðgengi að vildarklúbbum þar sem hægt er bjóða upp á sérstök kjör o.s.frv.

HH Ferries Group rekur ferjusiglingar á leiðinni milli Helsingaeyrar og Helsingjaborgar. Félagið rekur 5 ferjur með brottfarir á 15 mínútna fresti.  Auk farþega- og ökutækja- og vöruflutninga rekur félagið fríhafnarverslanir og veitingasölu um borð.

TIL BAKA Í EFNISVEITU