28.8.2017 | Fréttir

Hagnaður Advania þrefaldast

advania colors line

Heildartekjur Advania á Íslandi námu 6.078 milljónum króna á fyrri hluta ársins og nam tekjuvöxtur á tímabilinu 5,3%. EBITDA félagsins á tímabilinu nam 527 milljónum króna og jókst um 45% frá sama tímabili í fyrra. EBITDA hlutfall félagsins á fyrri hluta ársins var 8,7% og hækkaði úr 6,3% í fyrra. Hagnaður félagsins ríflega þrefaldaðist milli ára og nam 173 milljónum króna.

„Rekstur félagsins gekk mjög vel á fyrri hluta ársins og allar helstu kennitölur eru sterkar" Segir Ægir Már Þórisson forstjóri Advania á Íslandi. "Tekjuvöxturinn er sérstaklega ánægjulegur, ekki síst í ljósi þess að hluti teknanna er í erlendri mynt og gengisþróun hefur verið óhagstæð. Eftirspurn eftir okkar þjónustu hefur aukist mikið og við sjáum fram á áframhaldandi vöxt, enda horfa öll stærri fyrirtæki til upplýsingatækninnar í auknum mæli til að efla sinn rekstur, auka skilvirkni og styrkja sig á samkeppnismarkaði. Í því felast mikil tækifæri fyrir okkur."

 

 

TIL BAKA Í EFNISVEITU