24.11.2017 | Fréttir

PMAx fer upp í skýin!

advania colors line

Advania kynnir með stolti hina öflugu PMAx 365 skýjalausn fyrir fasteignafélög. Nú geta viðskiptavinir skráð eignir sínar hvar og hvenær sem er, úr PC, spjaldtölvu eða snjallsíma.

PMAx 365 lausnin byggir á Microsoft Dynamics 365. Hún gerir umsýslu með eignir auðveldari en mistök við skráningar erfiðari.

PMAx lausnin er þróuð á Íslandi en notuð af fasteignafélögum á Norðurlöndum og víðar í Evrópu. Með því að bjóða lausnina nú í skýi er hún orðin aðgengileg hvar sem er í heiminum.

Við erum í skýjunum með nýju uppfærsluna sem er tímasparandi og virðisaukandi. 

TIL BAKA Í EFNISVEITU