5.12.2017 | Fréttir

Aukin umsvif Advania í Noregi

advania colors line

Advania eykur umsvif sín með aðkomu að nýrri viðskiptalausn fyrir Felleskjøpet, leiðandi birgja í landbúnaðarvörum í Noregi. Felleskjøpet er samvinnufélag í eigu 44 000 bænda. Það hyggst nú færa framtíðarviðskipti sín í Dynamics 365 umhverfið.

Felleskjøpet er markaðsráðandi í viðskiptum með landbúnaðarvörur í Noregi. Félagið veltir um 188 milljörðum króna á ári og er með meira en 3150 starfsmenn. 

Á dögunum gerði Felleskjøpet stóran samning við norska hugbúnaðarfyrirtækið iStone um þróun á nýrri viðskiptalausn. Verkefnið er gríðarlega umfangsmikið og felur í sér að viðskipti Felleskjøpet byggi á skýjalausninni Dynamics 365 frá Microsoft. Samningurinn snýst um margra ára samvinnu iStone, Advania og Felleskjøpet.

Advania og iStone hafa áður átt farsælt samstarf um viðskiptalausnir og því var Advania fengið til að sjá um innleiðingu viðskiptakerfisins fyrir Felleskjøpet.

TIL BAKA Í EFNISVEITU