15.12.2017 | Fréttir

For­stjór­inn brugg­ar fyr­ir starfs­menn

advania colors line
Ægir Már Þóris­son, for­stjóri Advania, og fé­lag­ar hans í bjór­klúbbi fyr­ir­tæk­is­ins brugga á annað þúsund lítra af bjór fyr­ir sam­starfs­fólk sitt og viðskipta­vini. Bjór­inn kall­ast Ölgjörvi og verður á boðstóln­um á ný­árs­gleði Advania.

Í sam­tali við Mat­ar­vef­ mbl.is sagði Ægir að mik­ill áhugi starf­manna hefði verið kveikj­an að brugg­inu en kunn­átt­an hefði jafn­framt verið tölu­verð. „Hér voru nokkr­ir brugg­ar­ar og þar á meðal einn, Guðmund­ur Karl Karls­son, sem hafði sigrað brugg­keppni með bjór sem hann kallaði Austra.“

Það var því ekki langt að sækja þekk­ing­una en í ár verður boðið upp á Ölgjörva 3.0 sem jafn­framt er þriðji ár­gang­ur­inn. Mik­ill metnaður er jafn­an lagður í umbúðahönn­un og ágang­ur í birgðirn­ar slík­ur að í fyrra kláraðist upp­lagið á undra­verðum hraða.

Ölgjörvi 1.0 var fyrsta upp­lagið og var bruggaður hjá Gæðingi í Skagaf­irði. Starfs­menn Advania voru þá með í ferl­inu frá hug­mynd að þróun upp­skrift­ar og tóku þátt í sjálfri fram­leiðslunni. Úr urðu 600 lítr­ar af vel humluðu föl­öli.

Eft­ir frá­bær­ar viðtök­ur við fyrstu ár­gerð Ölgjörv­ans var brugðið á það ráð að auka fram­leiðsluna. 900 lítr­ar af Ölgjörva 2.0 voru því bruggaðir af starfs­fólki Advania hjá Bryggj­unni í fyrra. Þótt bjóráhuga­fólkið vilji stuðla að hóf­legri drykkju verður bruggað tölu­vert meira magn í ár, ekki síst í ljósi þess hve hratt (og grun­sam­lega) birgðirn­ar kláruðust í fyrra.
Ægir seg­ir að Ölgjörvi sé mjög vandaður bjór og lýs­ir hon­um sem „góðum bjór fyr­ir fólk sem fíl­ar vonda bjóra.“ „Þetta er mjög góður bjór sem flest­ir geta drukkið en svo bætt­um við um bet­ur í ár og brugguðum ann­an sem er meiri nör­da­bjór og kannski ekki allra,“ seg­ir Ægir en 200 lítr­ar verða bruggaðir af „nör­da­bjórn­um“. Það verða því fram­leidd­ir um 1.500 lítr­ar af Ölgjörva 3.0 sem nú eru í gerj­un hjá Ölvis­holti en „nör­da­bjór­inn“ er í fram­leiðslu hjá Ölverki. Nú bygg­ir fram­leiðslan al­farið á upp­skrift starfs­manna Advania en þess má geta að Advania er að sjálf­sögðu með vín­veit­inga­leyfi í höfuðstöðvun­um sak­ir bjóráhuga starfs­manna en hjá fyr­ir­tæk­inu starfa 625 manns. Í bjór­klúbbn­um góða eru yfir 200 starfs­menn eða tæp­ur þriðjung­ur starfs­manna sem telst ansi gott.TIL BAKA Í EFNISVEITU