29.1.2018 | Blogg

Ofurtölvur sem bylta læknisfræði

advania colors line

Ofurtölvur geta spáð fyrir um veður, líkt eftir eiginleikum líffæra mannslíkamans og mögulega leyst af hólmi tilraunir á dýrum. Ofurtölvurnar hafa sífellt meiri áhrif á daglegt líf okkar.

Tölvurnar eru kallaðar HPC (High Performance Computing) og hafa gríðarlega afkasta- og reiknigetu. Þær eru notaðar í ýmsum atvinnugreinum til að leysa flókin tölfræðileg úrlausnarefni og eru í raun samstæður margra tölva sem tengdar eru saman með háhraðatengingu. Kraftar þeirra eru til dæmis nýttir í tækniþróun, í fjármálageiranum og í byltingakenndum læknisfræðirannsóknum. Ofurtölvur gefa því fyrirheit um talsvert breytta framtíð sem reynt er að skyggnast inn í í nýju podcasti Advania.

HPC-tölvur eru meðal annars hýstar í gagnaverum Advania. Þar er hægt að fá aðgengi að ofurtölvuafli til lengri eða skemmri tíma eða leigja pláss og sérfræðiþjónustu við ofurtölvur. Afkastamælingar sýna að ofurtölva afkastar 6-7% meira á Íslandi en algengt er erlendis, þökk sé vondu veðri og þekkingu íslenskra sérfræðinga. 

Í podcastinu um uppgang ofurtölvannar er rætt við Gísla Kr Katrínarson, framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs hjá Advania Data Centers. Þar segir hann frá helstu ástæðum þess að erlend fyrirtæki sækist eftir þjónustu við ofurtölvur hér á landi. Hvernig tölvurnar nýtast í almannaþágu og hvers vegna talið er að innan örfárra ára verði meirihluti vöruframleiðenda í heiminum farinn að álagsprófa vörur sínar með ofurtölvum.

 


TIL BAKA Í EFNISVEITU