29.1.2018 | Fréttir

Vefur Þjóðskrár fær toppeinkunn

advania colors line
Vefur Þjóðskrár Íslands hlaut viðurkenningu á uppskeruhátíð vefiðnaðarins á föstudag þegar Íslensku vefverðlaunin voru afhent. www.skra.is var einnig tilnefndur sem opinber vefur ársins 2017.

Advania sá um viðmót, grafíska hönnun og forritun vefjarins auk þess sem hann keyrir á vefumsjónarkerfinu LiSU sem er ein af veflausnum Advania.

„Vefurinn sem hlýtur viðurkenninguna „gott aðgengi á vef“ er einstaklega notendavænn og aðgengilegur vefur. Vefurinn fær toppeinkunn í aðgengisprófunum, eins gott, því þetta er vefur sem við þurfum öll að heimsækja einhvern tíma á lífsleiðinni,“ er umsögn dómnefndar.

„Aðgengi vefja þarf að sníða eftir alþjóðlegum stöðlum svo að fólk með sjónskerðingar eða annarskonar fatlanir geti vafrað um þá. Sem dæmi má nefna að til að hljóðgervlar geti lesið vefi þurfa þeir að vera forritaðir með ákveðnum hætti. Við hjá Advania erum stolt af því að vinna að þessum verðugu málum með Þjóðskrá Íslands og óskum þeim til hamingju með frábær verðlaun,“ segir Sigrún Eva Ármansdóttir, forstöðumaður viðskiptalausna hjá Advania.
TIL BAKA Í EFNISVEITU