10.4.2018 | Fréttir
Margrét nýr forstöðumaður hjá Advania

Margrét Gunnlaugsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður vöru- og viðskiptaþróunar rekstrarlausna Advania. Hún starfaði áður sem vöru- og viðskiptaþróunarstjóri hjá Já, sviðsstjóri þjónustu- og ráðgjafasviðs hjá Wise og rekstrarstjóri tækniþjónustu hjá Íslandsbanka.
Margrét er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið PMD stjórnendanámi í Háskólanum í Reykjavík.
Viðskiptavinum Advania í rekstrar- og hýsingarþjónustu hefur fjölgað verulega á undanförnum árum. Hlutverk Margrétar felst í að byggja ofan á þá vegferð og vinna að því að bæta enn frekar upplifun viðskiptavina af þessari þjónustu fyrirtækisins. Advania nýtur góðs af kröftum Margrétar sem hefur víðtæka stjórnunarreynslu úr upplýsingatæknigeiranum.
TIL BAKA Í EFNISVEITU
Margrét er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið PMD stjórnendanámi í Háskólanum í Reykjavík.
Viðskiptavinum Advania í rekstrar- og hýsingarþjónustu hefur fjölgað verulega á undanförnum árum. Hlutverk Margrétar felst í að byggja ofan á þá vegferð og vinna að því að bæta enn frekar upplifun viðskiptavina af þessari þjónustu fyrirtækisins. Advania nýtur góðs af kröftum Margrétar sem hefur víðtæka stjórnunarreynslu úr upplýsingatæknigeiranum.
TIL BAKA Í EFNISVEITU