4.5.2018 | Fréttir

Tækifærin í Blockchain-tækninni

advania colors line
Tækifærin í Blockchain-tækninni voru rædd á morgunverðarfundi Advania í á dögunum þar sem fulltrúar nokkurra áhugaverðra sprotafyrirtækja komu fram.
Þeirri spurningu var velt upp hvort Blockchain-tæknin ætti eftir að breyta heiminum á sama hátt og internetið gerði um aldamótin. Gríðarlega hefur verið fjárfest í tækninni um allan heim og leita nú framleiðendur og frumkvöðlar á öllum sviðum leiða til að nýta tæknina til fulls. Umræðurnar urðu á köflum heimspekilegar þar sem ómögulegt virðist að spá fyrir um hvernig Blockchain-tæknin mun móta atvinnulíf framtíðarinnar.

Á fundinum sagði Stefán P Jones frá Seafood IQ frá því hvernig tæknin getur nýst til að tryggja hagkvæmni í sjávarútvegi. Gísli Kristjánsson hjá Monerium fjallaði um hvernig hægt verður að tengja saman þjónustu ólíkra fyrirtækja með Blockchain-tækni og Kristján Ingi Mikaelsson ræddi um nýleg atvik í tæknisögu heimsins og hvaða þýðingu nýstofnað Rafmyntaráð gæti haft.

Gísli Kr. Katrínarsson hjá Advania Data Centers ræddi um mikila eftirspurn sérhæfðar Blockchain-náma eftir hýsingu á Íslandi. Þrátt fyrir að námurnar geti fengið orkuna ódýrari í útlöndum vilja þær frekar vera í viðskiptum á Íslandi þar sem orkunýting gagnaveranna er á heimsmælikvarða
TIL BAKA Í EFNISVEITU