23.5.2018 | Fréttir

Gott ár hjá Advania

advania colors line

Stöðugur vöxtur á öllum markaðssvæðum og umtalsverð aukning á tekjum og hagnaði á árinu 2017.

• Tekjur jukust um 60% milli ára, frá SEK 1.747m árið 2016 í SEK 2.804m árið 2017
• EBITDA jókst um 59% milli ára, frá SEK 162m árið 2016 í SEK 258m árið 2017

„2017 var ár mikilla framfara. Við héldum áfram að vaxa og auka arðsemina í Svíþjóð sem er stærsta markaðssvæði okkar. Við jukum markaðshlutdeild okkar og umsvif á Íslandi og bættum framlegðina. Áherslubreytingar voru gerðar í Noregi þar sem Microsoft 365 var sett í forgang. Það skilaði okkur aukinni sölu og algjörum viðsnúningi í rekstri. Áhersla á þjónustu við viðskiptavini hefur veitt Advania samkeppnisforskot í síbreytilegu umhverfi upplýsingatækninnar. Við erum staðráðin í að halda þeirri þróun áfram á komandi árum,” segir Gestur Gestsson forstjóri.

Ársskýrsla Advania fyrir árið 2017 er aðgengileg á ensku og sænsku á www.advania.com/about#annualreport 

 

 


TIL BAKA Í EFNISVEITU