7.6.2018 | Fréttir

Markaðstorg Advania verðlaunað

advania colors line
Advania var verðlaunað fyrir að ná mestum árangri í Evrópu í uppbyggingu og þróun á markaðstorgi sínu. Markaðstorg Advania er sjálfsafgreiðslulausn sem byggir á hugbúnaði frá Ingram Micro.

Advania hlaut verðlaun fyrir þróun á sjálfsafgreiðslulausninni „Markaðstorg Advania“ á Cloud Summit ráðstefninunni í Flórída. Markaðstorgið er í dag grunnur að þjónustu fyrir fjölmarga viðskiptavini Advania, en þar að baki liggja yfir 30 þúsund UT notendur, flestir í Svíþjóð og á Íslandi.

Með lausninni geta viðskiptavinir afgreitt sig sjálfir um stóran hluta sinnar upplýsingatækniþjónustu á einum stað. Þjónustan einfaldar umsýslu hugbúnaðarleyfa og gerir ábyrgðarmönnum upplýsingakerfa kleift að ráðstafa leyfum og aðgangi að kerfum til notenda. Markaðstorgið færir viðskiptavinum aðgang að úrvali lausna frá fyrirtækjum á borð við Microsoft, Dropbox, Advania ofl. Lausnin einfaldar reikningshaldið því hún veitir á einum stað yfirlit yfir allar skýjalausnir sem viðskiptavinir nota og fá þeir aðeins einn reikning í samræmi við notkun þeirra.

„Markaðstorgið er stórt skref fram á við í þróun á þjónustuframboði Advania og liður í þeirri stafrænu byltingu sem er að eiga sér stað á markaði. Viðskiptavinir gera í auknum mæli kröfu um að geta þjónustað sig sjálfir hvenær og hvar sem er. Markaðstorgið er lykilþáttur í því. Aðeins er gjaldfært eftir notkun á skýjalausnum, og viðskiptavinum því í lófa lagi að stýra kostnaði í takt við sveiflur hjá fyrirtækinu. Einnig er þægilegt fyrir ábyrgðamenn upplýsingatækni innan fyrirtækja að hafa á einum stað yfirlit yfir alla sína notkun frá ólíkum upplýsingatæknibirgjum. Kerfið er í stöðugri þróun og það er ánægjulegt að hafa hlotið viðurkenningu fyrir starfið sem unnið hefur verið til þessa,“ segir Sigurður Sæberg Þorsteinsson framkvæmdastjóri rekstrarlausna Advania.
TIL BAKA Í EFNISVEITU