29.8.2018 | Microsoft

Fimm öpp sem auka virði Office 365 leyfanna þinna

advania colors line

Er vinnustaðurinn þinn að nota O365 Enterprise E3? E3 er öflug lausn ef fyrirtækið þitt er að leitast eftir lausn með hámarks öryggi auk flestra þeirra forrita sem Office hefur upp á bjóða. Flestir kannast við helstu tólin sem fylgja E3 svo sem Skype, Sharepoint og OneDrive en ekki allir eru að nýta þau fjölmörgu forrit sem gætu einfaldað vinnuna þeirra og aukið afköst. Hérna koma útskýringar á nokkrum þeim forritum sem fylgja E3.

 

PowerApps

PowerApps hjálpar þér að búa til forrit (e. application) á einfaldan og öruggan máta til að leysa sértæk verkefni á vinnustaðnum þínum. Hvort sem þú vilt nota fyrirfram gefin sniðmát eða byggja forrit frá grunni þá þarftu ekki þekkingu á forritun til að geta notað PowerApps.
Gefum okkur að sölumenn fyrirtækis þurfi nýtt forrit þar sem hægt er að fylgjast með skráningu nýrra viðskiptavina. Forritið þarf að vera hægt að nota á ferðinni, standast öryggiskröfur og virka á snjallsímum jafnt sem tölvum. Með PowerApps er hægt að búa til forrit sem sölumennirnir geta halað niður á símana sína og tölvur til einfalda vinnu þeirra.

 

Microsoft Bookings

Microsoft Bookings er tímapöntunarkerfi fyrir minni og millistór fyrirtæki. Forritið býður upp á þrjár megin þjónustur. Í fyrsta lagi geta viðskiptavinir bókað tíma með þjónustuaðilanum, í öðru lagi geta fyrirtæki skipulagt dagatöl starfsmanna, sett vinnutíma og ákvarðað verð og tegund þjónustu. Í þriðja lagi geta starfsmenn fengið upplýsingar um einstaka bókaða tíma, fengið upplýsingar um viðskiptavin og bókað tíma sjálfir þegar þörf er á því.
Athugið að Microsoft Bookings er ekki sjálfgefinn hluti af E3 leyfinu en ef þú óskar eftir að fá að nota það er ekkert mál fyrir Advania að bæta því við ykkur að kostnaðarlausu.

 

StaffHub

StaffHub er miðlægt forrit sem gerir starfsmönnum og vinnuveitendum kleift að búa til og sjá yfirlit yfir vaktaplön, kalla eftir og deila mikilvægum fyrirtækjagögnum, skiptast á vöktum, svara fyrirspurnum um orlof o.fl. Þar sem auðvelt er að nálgast StaffHub úr snjallsímum er það tilvalið fyrir vinnustaði með marga framlínustarfsmenn og fólk í vaktavinnu (hjúkrunarfræðinga, einkaþjálfara, flugliða o.s.fr.).

 

Sway

Sway er vettvangur til að setja myndir, texta, myndbönd og fleira stafrænt efni til að segja þína sögu og miðla þínum hugmyndum. Þegar þú býrð til Sway vefsíðu er hægt að búa til og deila kynningum, búa til gagnvirkar skýrslur, blogga og gefa út fréttabréf. Hægt er að nota innbyggð sniðmát Sway en einnig má sérsníða eigin framsetningu á efninu.

 

Flow

Flow er þjónusta sem hjálpar þér að búa til sjálfvirkt vinnuflæði milli þeirra forrita sem þú notar mest. Þú getur annaðhvort notað tilbúin sniðmát sem má nálgast hjá Microsoft eða skapað þín eigin vinnuflæði. Þjónustan leyfir þér að stilla upp ferlum, eins og að fá tilkynningar ef einhverjar breytingar hafa átt sér stað (t.d. í CRM kerfinu). Þannig getur þú auðveldlega safnað mikilvægum upplýsingum, samstillt skrárnar þínar og margt fleira. Í stað þess að síendurtaka sömu verkin er hægt búa til sjálfvirkt flæði sem fer af stað við ákveðinn orsakavald (e. trigger) sem þú stillir og þannig klárast verkið fyrir þig.

 

Höfundur: 
Sigurður Friðrik Pétursson, vörustjóri - Microsoft lausnir


TIL BAKA Í EFNISVEITU