3.9.2018 | Fréttir

Lið Advania vann Firmakeppni Íslands í þríþraut

advania colors line

Firmakeppni Íslands í þríþraut fór fram sunnudaginn 2. september og var keppt í 400 m sundi, 10,4 km hjólreiðum og 3,6 km hlaupi. Hörkuteymi frá Advania gerði sér lítið fyrir og vann keppnina. Í liði Advania voru Hafsteinn Guðmundsson, Guðmundur Sveinsson, Einar Þórarinsson, Pétur Árnason, Hinrik Sigurður Jóhannesson og Hildur Árnadóttir. 

Eins og sjá má á myndinni var verðlaunagripurinn enginn smásmíði og þurftu liðsfélagar að hjálpast að við að bera gripinn heim í höfuðstöðvar Advania í Guðrúnartúni.  

TIL BAKA Í EFNISVEITU