1.11.2018 | Fréttir

Nýr vefur Þjóðkirkjunnar í loftið

advania colors line

Advania hefur hannað og smíðað nýjan vef fyrir Þjóðkirkjuna.

Á vefnum er fjölbreytt starf kirkjunnar gert aðgengilegra og þar auðvelt að nálgast helstu upplýsingar um alla þjónustu.

„Heimasíðan okkar er oftast fyrsti viðkomustaður þegar fólk vill nálgast upplýsingar um brúðkaup, skírnir, barnastarf eða aðstoð sem kirkjan veitir. Nýi vefurinn er fyrst og fremst þjónustuvefur og þar eru allar upplýsingar á einum stað. Gamli vefurinn okkar var orðinn 17 ára og því orðið tímabært að uppfæra hann,“ segir Elías Þórsson samskiptastjóri Biskupsstofu.

Advania hefur einnig smíðað nýjan innrivef frá grunni sem notaður er af öllu starfsfólki Þjóðkirkjunnar og einfaldar verklag til muna.

„Við áttum ánægjulegt samstarf við Biskupsstofu um að gera starfsemi kirkjunnar aðgengilegri öllum og ná betur til félagsmanna,“ segir Bríet Pálsdóttir verkefnastjóri á ráðgjafa- og sérlausnasviði Advania.


TIL BAKA Í EFNISVEITU